mánudagur, mars 21, 2005


...  Posted by Hello
Jæja þá fenguð þið loks sannanir fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn eru hálfvitar. Ég mæli með því að það sé hrækt á hvern einasta þingmann sem sagði já. Er þetta grín. Nei ég er að meina þetta ER ÞETTA GR'IN. Ég á ekki orð. Ég ætla að segja mig úr vinstri grænum. Helvítis aumingjar eru þetta ... djöfulsins andskotans helvítis. Ég er búinn að missa allt álit á ykkur. Allt !! Að þið skulið ekki skammast ykkar. Ég er svo reiður að það er ekki fyndið. Og það versta er að það á eftir að kjósa þessa menn og konur á þing aftur og aftur og aftur. Af því að þú ert líka aumingi íslendingur góður. Fari þetta allt til andskotans og þið með ... helvítis gungur og druslur.
"Það er ykkur að þakka að það er fólk sem líður helvíti á jörð. Til helvítis með ykkur" - Ólafur Rafnar Ólafsson

sunnudagur, mars 20, 2005

Þessi helgi er búinn að tæma mig algjörlega. Skilaði lokaverkefninu í skólanum síðasta miðvikudag. Svo var verið að fara yfir allt saman á föstudaginn. Kl 12 sat ég á barnum með Halli til klukkan 17, kom við heima til að skipta um föt. Áfram niður í bæ hitti þar Tóta bró ásamt fríðu föruneyti. Drekka meira ... þaðan á Mojo, drekka meira. Síðan hitti ég Christian ásamt fríðu föruneyti ... drekka meira. Fékk síðan besta varamann í sögunni, Palla, til að taka við af mér ... í því að drekka. Kom heim kl03, þá búinn að vera í stuði í 15 tíma. Vaknaði daginn eftir kl9:30, stálsleginn og ég sem hélt að ég væri að eldast. Í dag var svo tekinn 40 km hjólatúr um hverfið. Endaði í Dragör ofnaí byrgi takandi myndir í myrkri. Barasta gaman. Núna sit ég hér ... einmitt ... og er að slá sjálfan mig í hausinn yfir því að ég er að fara að vinna á morgun og þriðjudag. Svo á nefnilega að fara til Búlgaríu í fimm daga, þannig að ég er alveg í þannig stuði að gera ekkert þangað til. En jæja svona var maður víst alinn upp. Ekki meira í bili í dag ... hendi einni mynd með þessu og náttúrulega gullkornið ...
"Það var eins og hún væri alltaf að hjóla í mótbyr og það var í mótbyr sem ég heilsaði henni fyrst" - Göran Tunström

fimmtudagur, mars 17, 2005

Það hefur tekið svo langan tíma að komast hingað, að ég hef hreinlega ekki nennt að bíða. Núna er ég líka alveg að sofna ... já það er svona þegar að nútíminn er orðinn svona svimandi hraður, að mann flökrar þegar hann hægir á sér. Ekki gott ... jæja það er samt rokk og ról á morgun. Skólinn búinn og ég er að fara út á lífið með Tóta bróðir.
"Við þetta urðu borðin aðeins óhrein borð og diskarnir venjulegir óhreinir diskar." - Guðbergur Bergsson

þriðjudagur, mars 15, 2005


Jesú, þín kalda kvalastund ... Posted by Hello
Jæja þá er ég kominn niður á jörðina ... og ekkert helvítis tilfinningakjaftæði. Fyrir þá sem vilja lesa svoleiðis geta tussast á barnaland og skitið á sig. Sjálfur var ég á tónleikum í gær með hljómsveit sem heitir svo mikið sem CONVERGE. http://www.convergecult.com/downloads/music/converge.blackcloud.mp3
Núna er ég að bíða þangað til á morgun en þá á ég að skila myndum og gera grein fyrir því hvað ég hef verið að gera síðustu 10 vikur.
Já í dag er ég sannkallaður karlmaður, fór út að hlaupa í morgun fyrir klukkan 8 og á leið til baka hjálpaði ég manni að ýta bílnum sínum í gang. Bara að minna ykkur á að þetta er Danmörk=engin brekka. Einmitt þið getið kúkað á ykkur ég er fullur af testósum í dag.
"Hverjir voru eiginlega vinir og hverjir óvinir?" - Örn H Bjarnason

fimmtudagur, mars 10, 2005

Heilinn er eins og maukið sem ég var að borða í gær ... bara minna frosinn.
"Þessi franski hommi varð síðar heimsfrægur fyrir að framleiða ilmvatn fyrir kvikmyndastjörnur og þessháttar fólk"- Ingimar Oddsson

miðvikudagur, mars 09, 2005


útibekkir ... Posted by Hello
Það á að afhenda myndir á morgun ... ég kláraði allt í dag og var reyndar svo flottur á því að ég afhenti líka. Ég verð að muna VERÐ AÐ MUNA að taka mikið af kaffi með mér á morgun svo ég sofni ekki. Það á nefnilega að sýna allt það sem á að skila inn á morgun, takk fyrir. Við erum að tala um lágmark 7 til 9 myndir á mann sinnum 35 manns. Geta orðið allt að 315 myndir. Já ég get ekki sagt annað en það að ég vona að ég verði ekki með þeim síðustu. Það er ekki hægt ... 300 myndir á einum degi og allir eiga að hafa skoðun á öllu, það á að tala um allt og ekkert í myndunum. Okei svona er þetta ... einu sinni fór ég á þjóðmynjasafn Dana með Kjartani bróður mínum. Ég man hvernig þetta byrjaði allt vel, við gáfum okkur góðan tíma í að skoða allt, niður í minnstu smáatriði. Ekkert stress ... svona Sound of music fílingur ... þið vitið tímalaust áhyggjuleysi (það er að segja áður en nazistarnir komu, en hei það vita allir hvað ég er að tala um). Áður en við vissum af vorum við farnir að hlaupa í gegnum heilu aldirnar ... allt blandaðist saman í eitt Eskimói - Afríkani - bátasmíði á bronsöld ... allt varð eitt og um leið tilgangslaust. Við fórum út án þess að sjá allt ... og vorum svo fegnir. Töluðum reyndar um það að ef maður hefði meiri tíma þá gæti maður séð þetta betur ... en við vissum báðir að við vorum að ljúga.
300 myndir ... ég finn til með þeim sem sýna síðast ... nei ég er að ljúga ... ég finn til með sjálfum mér að þurfa að sitja í svona langan tíma.
"Hann greip af öllu afli í skuggann til að halda jafnvægi og hann greip af öllu afli í skuggann."- Sjón

þriðjudagur, mars 08, 2005

Dagurinn í dag. Já það er ekki gott að segja. Hann leið. Ég náði að prenta myndir, sólin skein á mig þegar ég hjólaði heim. Við Björn horfðum á Iggy Pop í París (Kiss my blood). Það var nokkuð gaman, því sonur minn hlustar ekki á hvað sem er ... en á meðan á þessu stóð trommaði hann með fingrum sínum á borðplötuna. Einn gamall skólafélagi úr MH, Þorri, kom og tók viðtal við okkur. Eitthvað verkefni sem hann er að gera, Jónshús og tengsl okkar við húsið. Hann er jógameistari mikill. Drekkur ekki, borðar ekki kjöt, fisk, lauk, sveppi og fleira. Ingibjörg gaf honum hrísgrjón og salatblað og varð hann bara hæstánægður. Kannski leið þessi dagur ekki eins og hver annar ... nei það gerðist ýmislegt í dag. Já já ég gerði vöffluveislu með orkumauki á. Þau heppnu voru Örn Ingi, Elín og Hrafnhildur ... með muldu PrinsPólói á ... Hvað er ég að rugla þessi dagur var snilld. Fleiri svona daga !!
"Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti" -Ljóðaljóðin.

mánudagur, mars 07, 2005


lokaverkefni ... 64 hendur ... Posted by Hello
Það átti að setja allt í gang með að prenta út myndir sem ég á svo að afhenda á fimmtudag. Nei nei hvað halda þið ... prentarinn hálfbilaður í skólanum. Ef hann væri alveg bilaður fengjum við nýjan ... en nei hann er hálfbilaður (er það annars hægt). Talaði við einn kennarann minn í dag, frakki sem heitir Jean-Paul. Hann er það sem við köllum Íslandsvinur ... hvað sem það nú er. Ég er að reyna að muna slóðina á heimasíðuna hjá honum. Það kemur seinna. Annars er ég bara að gera mig kláran til að fara að svitna aðeins, svo þarf ég að drullast til að gera nokkrar myndir fyrir morgundaginn en þá á að halda áfram að prenta.
"Það var nú einmitt þessi djöfullega tortímingarhvöt, er nú náði valdi yfir mér" -Shusaku Endo.

sunnudagur, mars 06, 2005

Þetta var sniðugt í gær ... ég kom inn í afmælið, eftir að hafa gengið af mér báðar fætur. Það er lágt hljóð ... svona bakgrunnshávaði og svo skerandi öskur ... það er verið að spila kassettuupptökur frá Ungdomshuset. Ég kem inn í bláa settinu mínu ... bara autonomer. Lítil íbúð eiginlega bara herbergi og allt fullt. Það eru sjö í litlu rúmi útí horni sjö á gólfinu, hér og þar. Það var reyndar herbergi við hliðiná, en þar sátu bara tveir og voru að hlusta á eitthvað brjálað rokkírólí. Þetta var algjör snilld. Sungið (eitthvað frá Jótlandi) og drukkið. Ég varð að fara heim um miðnætti. Annars væri ég ekki kominn heim í dag.
"Öreigarnir verða því að kollvarpa ríkinu til að persónuleiki þeirra fái notið sín" - Karl Marx.

rautt ... Posted by Hello
Ég get ekki sofnað ...
"Atburðir liðinna ára birtust á ný í hinu litla rjóðri skógarins, sem hjúpað var hinu silkimjúka myrkri næturinnar undir dimmum himninum; liðu fram hjá andliti eldsins, umkringdu fjandsamlega starandi skuggum." -Maxim Gorki.

laugardagur, mars 05, 2005

Jæja þá er kominn laugardagur, og ég nefni ekki skólann á nafn. Var að koma frá Svíðþjóð þar sem við bræður hreinlega tættum í okkur timbur og skyndibita. Mér leið svo einkennilega þegar að ég kom heim áðan að ég fór út að hlaupa ... running away from problems ... eða var það bara litli karlinn sem er inní stóra kallinum að segja honum að kolestról drepur ... drap allavega pabba minn. Núna er ég að bíða eftir að ná í stóra Klement sem er eldrauðhærður víkingur stór og mikill. Hann á afmæli í dag og er ég sum sé á leið þangað, er bara ekki alveg viss hvar það er. Sit hérna og er að spá í hvað ég á að færa honum ... hef ekki hugmynd. Gæti gefið honum þrjár hitaþolnar skálar frá Bodum, sem urðu afgangs í jólagjafabrjálæðinu. En ég er ansi hræddur um að víkingar eins og hann noti ekki svoleiðis ... ég ætla allavega ekki láta hina víkingavini hans berja mig ... og nauðga. Er það ekki það sem víkingar gera í veislum. Nei nei ég gef honum bara koss ... .það gerðu víkingar líka til forna.

föstudagur, mars 04, 2005

... í dag er ég gleyminn.
"Í síðustu viku söng hún lítið lag. Ég er búinn að gleyma hvernig það var." - Richard Brautigan.

Átti að verða að póstkorti, en það varð ekki ... Posted by Hello
Jæja ég gerði smá uppreisn í dag ... gekk út í miðjum fyrirlestri hjá einum "besta" fréttaljósmyndara Dana. Vorum búin að horfa á power point sýningu, ljósmyndir, mest grátandi fólk og börn með eyðni og brennandi hús og bandaríski fáninn og ég veit ekki hvað með undirspili dramatískrar strengjahljómsveitar. Svo fór hann eitthvað að tala um hvernig aðrir erlendir ljósmyndarar eru mun "kaldari", vilja bara blóð og bla bla bla. Hversu mikilvægt það er fyrir hann sem Dana í svo vernduðu umhverfi, sem hann býr í, að sýna "þennan" heim og það er ein helsta ástæðan fyrir því að hann fari á þessa staði. Svo kom það ... flóðbylgjan í Indónesíu. Hann var heima með nýfæddri dóttur sinni og konu sem varð 40 um áramótin. Hann var búinn að ákveða að vera heima yfir áramótin til að fagna afmæli konunnar og fyrstu áramóta dóttur þeirra. Ætlaði sko ekki að hreyfa sig lengra en frá matborði til sófa, eins og hann sagði það. Svo var fjöldi látinna kominn uppí 100.000, 27.desember, þá ákvað hann að hann yrði að fara ... það var þarna sem ég gekk út og sagði að ég bæri ekki mikla virðingu fyrir svona ljósmyndurum.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Til að gera illt verra. Þá er ég að fá alveg ofboðslega mikið klapp á axlirnar í skólanum. Nú veit ég ekki hvað það er, en ég myndi líka alveg vilja fá eitthvað neikvætt. Maður lærir ekki mikið af því þegar allir eru að drita á mann jákvæðni. Morten Bo kenndi mér það að maður á ekki að hengja upp allar myndir barna sinna. Ekki að hæla þeim fyrir eitthvað sem er sjálfsagt ... ekki kannski alveg sjálfsagt (ekkert er sjálfsagt), en ææi ég veit ekkert hvað ég er að segja. Ég get allavega sagt ykkur það að það eru til alltof mikið af "prinsum" og "prinsessum". Og aftur að lífinu, það er snjór og hann er ekki á leið burt. Sól og frost. Mig langar í útilegu.
"Enn er ég orðinn að ör og stefni aftur í átt til bogans" - Lennart Hagerfors

miðvikudagur, mars 02, 2005


Verkefni sem ég er að bralla saman ... Posted by Hello
Sit hérna og stari á nýja prentarann, það er ekki til pappír. Það snjóar enn, þannig að ég er ekkert að nenna að hlaupa út til að kaupa pappír til að prenta "baraeitthvað". Annars er ekkert nýtt héðan, jú kannski það að á leið minni í skólann, þið vitið skólinn sem vekur drauma, þá fór keðjan á fáknum ... það var allt á kafi og slabb og ég veit ekki hvað. Þannig að ég skildi hann eftir í draumaskólanum og nýtti mér almenningssamgöngurnar. Tók strætó, lest og metró. haha Geri aðrir betur.
"Hún var ágæt í suddanum" - Ernest Hemingway.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Það snjóar enn. Fallegt veður, en ég þarf samt að bera drenginn í pössun í fyrramálið og hjóla svo í skólann. Það eina sem ég er að hlakka til á morgun er það að þá verður loks fenginn prentari á heimilið og reyndar líka "utanáliggjandi" harður diskur. Jæja hvað um það, ég er bara að bæta við daginn því sem ég gleymdi ...
"Þetta er mikil og góð galdrakona í mínum augum" - Gyrðir Elíasson.
Það var allt annað en kvetjandi að fara í skólann í morgun. Snjór og slabb. Ekkert mál að fara út að hlaupa áður ... en að fara í þennan skóla. Endaði á bakinu að taka myndir uppí loft. Hvað gerir maður ekki þegar að heilinn á manni er eins og rúsína, saman krumpaður og þurr. Er á leið niður í bæ að hitta á hann Palla, ætla að nota tækifærið og kaupa öryggi í stækkarann og þá fer þetta að keyra allt saman.