þriðjudagur, mars 08, 2005

Dagurinn í dag. Já það er ekki gott að segja. Hann leið. Ég náði að prenta myndir, sólin skein á mig þegar ég hjólaði heim. Við Björn horfðum á Iggy Pop í París (Kiss my blood). Það var nokkuð gaman, því sonur minn hlustar ekki á hvað sem er ... en á meðan á þessu stóð trommaði hann með fingrum sínum á borðplötuna. Einn gamall skólafélagi úr MH, Þorri, kom og tók viðtal við okkur. Eitthvað verkefni sem hann er að gera, Jónshús og tengsl okkar við húsið. Hann er jógameistari mikill. Drekkur ekki, borðar ekki kjöt, fisk, lauk, sveppi og fleira. Ingibjörg gaf honum hrísgrjón og salatblað og varð hann bara hæstánægður. Kannski leið þessi dagur ekki eins og hver annar ... nei það gerðist ýmislegt í dag. Já já ég gerði vöffluveislu með orkumauki á. Þau heppnu voru Örn Ingi, Elín og Hrafnhildur ... með muldu PrinsPólói á ... Hvað er ég að rugla þessi dagur var snilld. Fleiri svona daga !!
"Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti" -Ljóðaljóðin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home