föstudagur, mars 04, 2005

Jæja ég gerði smá uppreisn í dag ... gekk út í miðjum fyrirlestri hjá einum "besta" fréttaljósmyndara Dana. Vorum búin að horfa á power point sýningu, ljósmyndir, mest grátandi fólk og börn með eyðni og brennandi hús og bandaríski fáninn og ég veit ekki hvað með undirspili dramatískrar strengjahljómsveitar. Svo fór hann eitthvað að tala um hvernig aðrir erlendir ljósmyndarar eru mun "kaldari", vilja bara blóð og bla bla bla. Hversu mikilvægt það er fyrir hann sem Dana í svo vernduðu umhverfi, sem hann býr í, að sýna "þennan" heim og það er ein helsta ástæðan fyrir því að hann fari á þessa staði. Svo kom það ... flóðbylgjan í Indónesíu. Hann var heima með nýfæddri dóttur sinni og konu sem varð 40 um áramótin. Hann var búinn að ákveða að vera heima yfir áramótin til að fagna afmæli konunnar og fyrstu áramóta dóttur þeirra. Ætlaði sko ekki að hreyfa sig lengra en frá matborði til sófa, eins og hann sagði það. Svo var fjöldi látinna kominn uppí 100.000, 27.desember, þá ákvað hann að hann yrði að fara ... það var þarna sem ég gekk út og sagði að ég bæri ekki mikla virðingu fyrir svona ljósmyndurum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HIPP HIPP HÚRRA fyrir þér.... hr. ólafur

3:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home