fimmtudagur, mars 03, 2005

Til að gera illt verra. Þá er ég að fá alveg ofboðslega mikið klapp á axlirnar í skólanum. Nú veit ég ekki hvað það er, en ég myndi líka alveg vilja fá eitthvað neikvætt. Maður lærir ekki mikið af því þegar allir eru að drita á mann jákvæðni. Morten Bo kenndi mér það að maður á ekki að hengja upp allar myndir barna sinna. Ekki að hæla þeim fyrir eitthvað sem er sjálfsagt ... ekki kannski alveg sjálfsagt (ekkert er sjálfsagt), en ææi ég veit ekkert hvað ég er að segja. Ég get allavega sagt ykkur það að það eru til alltof mikið af "prinsum" og "prinsessum". Og aftur að lífinu, það er snjór og hann er ekki á leið burt. Sól og frost. Mig langar í útilegu.
"Enn er ég orðinn að ör og stefni aftur í átt til bogans" - Lennart Hagerfors

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

skora á þig að gera sabotage í skólanum..... vonandi færðu þá einhver nækvæð viðbrögð, fer nú reyndar eftir sabotaginu en hey það er alltaf best að prufa...

góðar stundir

3:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home