sunnudagur, mars 06, 2005

Þetta var sniðugt í gær ... ég kom inn í afmælið, eftir að hafa gengið af mér báðar fætur. Það er lágt hljóð ... svona bakgrunnshávaði og svo skerandi öskur ... það er verið að spila kassettuupptökur frá Ungdomshuset. Ég kem inn í bláa settinu mínu ... bara autonomer. Lítil íbúð eiginlega bara herbergi og allt fullt. Það eru sjö í litlu rúmi útí horni sjö á gólfinu, hér og þar. Það var reyndar herbergi við hliðiná, en þar sátu bara tveir og voru að hlusta á eitthvað brjálað rokkírólí. Þetta var algjör snilld. Sungið (eitthvað frá Jótlandi) og drukkið. Ég varð að fara heim um miðnætti. Annars væri ég ekki kominn heim í dag.
"Öreigarnir verða því að kollvarpa ríkinu til að persónuleiki þeirra fái notið sín" - Karl Marx.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home