laugardagur, mars 05, 2005

Jæja þá er kominn laugardagur, og ég nefni ekki skólann á nafn. Var að koma frá Svíðþjóð þar sem við bræður hreinlega tættum í okkur timbur og skyndibita. Mér leið svo einkennilega þegar að ég kom heim áðan að ég fór út að hlaupa ... running away from problems ... eða var það bara litli karlinn sem er inní stóra kallinum að segja honum að kolestról drepur ... drap allavega pabba minn. Núna er ég að bíða eftir að ná í stóra Klement sem er eldrauðhærður víkingur stór og mikill. Hann á afmæli í dag og er ég sum sé á leið þangað, er bara ekki alveg viss hvar það er. Sit hérna og er að spá í hvað ég á að færa honum ... hef ekki hugmynd. Gæti gefið honum þrjár hitaþolnar skálar frá Bodum, sem urðu afgangs í jólagjafabrjálæðinu. En ég er ansi hræddur um að víkingar eins og hann noti ekki svoleiðis ... ég ætla allavega ekki láta hina víkingavini hans berja mig ... og nauðga. Er það ekki það sem víkingar gera í veislum. Nei nei ég gef honum bara koss ... .það gerðu víkingar líka til forna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home