fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hún er að láta bíða eftir sér þessi heimasíða ... koma dagar koma ráð. Ekkert svosem að gerast hérna megin annað en það að ég er farinn að vinna og það er loks komin regla á hlutina. Drengurinn kominn í pössun og hagar sér þar mun betur en heima hjá sér ... er það ekki vaninn. Ingibjörg telur dagana þangað til hún fer á geðdeild. Hún fær að koma heim á kvöldin. Ég er búinn að skipuleggja og skipuleggja og svo er bara að fara í gang með efnið sem ég sendi í skólann, umsóknin stóra. Sat í gær með Tóta og Sigga og drakk singlemalt viskí ... ræddum miðaldir ræddum dadaisma ræddum egypta ræddum bosch ræddum og ræddum og fræddum hvorn annan af alskyns fróðleik. Er að reyna að hlusta á rás 2 núna ... það er ekki hægt ! Félagsmálaútvarp frá helvíti ... búinn að slökkva. Hvað um það þá er ég búinn að sökkva mér í vinnu ... ehhh eða þannig, það er sko þannig með mig að þegar ég er kominn í vinnu þá er það bara vinnan sem ræður ríkjum ... vinn frá 8 til 16 heim æfa borða drekka kaffi reykja sofa ... nýr dagur og aftur og aftur og svo er komin helgi og aftur og aftur. Heyrði í gær um einn mann sem vann sömu vinnu í 52 ár. Ef ég væri svo lánsamur að komast í svoleiðis vinnu. En það eru tvær hliðar á þessu eins og öllu. Ég er aftur á móti svo lánsamur að ég hef verið að vinna við allskonar dótarí ... allt mögulegt. Kem sjálfum mér á óvart þegar ég skrifa CV-ið mitt. Finnst hálfpartinn eins og ég sé að ljúga ... man ekki eftir helmingnum af því sem ég hef gert í gegnum tíðina og ég er að verða 32 ára. Það er af sem áður var ... 52 ár, frábært ! Hef ekki hugmynd hvað ég ætla að gera þegar ég er orðinn stór. Ég veit, ég gæti kannski sótt um stöðu hjá Ríkinu. Bara svona stöðu, þarf ekki að heita neitt svosem, bara litla stöðu. Ég er alveg viss um að ef ég væri með betra ímyndunarafl þá gæti ég fengið Ríkið til að búa til svona litla stöðu handa mér og skal ég glaður mæta í 52 ár ... en einungis ef ég fæ aðgang að orlofsbústað ...