sunnudagur, september 19, 2004

Sunnudagur=Þvottadagur.
Ég man reyndar ekkert hvað gert var í dag ... ekkert merkilegt sennilega. Sátum reyndar úti við feðgar og drukkum kaffi og átum sand, þegar Gunni mætti á svæðið með dóttur sína. Hann er einn af meðlimum Icebikers og var hann að segja mér frá þeirri ferð sem við erum að fara í á miðvikudag, 26 km af sandi og möl í myrkum skógi ... snilld !! Nú er komið kvöld og er ég á leið út að fá mér kaffibolla, ekki það að við gerum vont kaffi ó nei hérna á okkar heimili er einungis bruggað Zoega kaffi. Það þarf ekki að segja meir. Ekkert annað svo sem ... jú kannski eitt hérna í viðbót fyrir þá sem ekki sáu fréttir. Kommúnistar og Nýnasistar með meirihluta í Þýskalandi. Brave New World ... hehe

laugardagur, september 18, 2004

Það munar ekki um það ... það var heldur betur tekið á því í dag. Icebikers voru með fund í dag, 75 % mæting sem er það besta hingað til !! Einn og hálfur tími í óbyggðum Amager, með öllu tilheyrandi. Þar komum að tveim jeppamönnum ... já þeir eru líka til hérna í Danmörku, þar sem annar jeppinn lá á hlið í gjótu í brekku. Þið skiljið. Og var hinn jeppinn að rétta hann við með smá kaðli, en það tókst. Við Icebikersmenn voru sammála um það að þessir menn væru ekki í réttu landi. Uppháir heimagerðir jeppar og þeir í svona bílaviðgerðargalla, þá á ég ekki við að þeir væru í svona samfesting eða eitthvað svoleiðis nei nei skítugar gallabuxur og þykk snjáð peysa með derhúfu. Helvíti flottir ... en í danmörku ... ekki að virka. Við feðgar áttum áhyggjulaust kvöld meðan frúin tók á því. Ég komst í feitt þegar Örn Ingi, maðurinn á 3.hæð, sendi mér eitt sem heitir CS ground zero. Það er svona tölvuspil. Ég gleymdi mér alveg yfir því og varð heldur betur hissa hvað Ingibjörg kom snemma heim í nótt ... hún benti mér á að klukkan væri 4 !!!

föstudagur, september 17, 2004

Í dag er það stóri latidagurinn. Drengurinn lasinn og þá er maður bara inni allan daginn, svo er frúin að fara út á skrallið í kvöld. Þá verður poppað og horft á vont sjónvarp. Það eru danir sérfræðingar í, að búa til skemmtiþætti, óteljandi margir þættir til um ekki neitt og er þetta allt sýnt á föstu- og laugardagskvöldum. Ég á mér reyndar eitt uppáhald ... það er þáttur sem sýndur er eða var því ég hef ekki séð hann lengi á KanalKöbenhagen. Kl 20 á föstudagskvöldum, Topplisten. Þar eru svona menn og konur að syngja lögin sín af bandi uppá sviði með enga áhorfendur og sömu tvær bakraddirnar, sem eru reyndar líka dansarar. Þetta er svo vont að það er gaman að horfa á þetta. Já það er mjög mikilvægt að fólk viti að þarna eru bara proamatörar á ferð ... algjör snilld. Hver segir svo að ég sé neikvæður !

fimmtudagur, september 16, 2004

Þetta var yndislegur morgun. Sonurinn fékk hafragrautinn sinn og ég fékk kaffi. Við tókum okkur saman og rifum allt út úr einum skáp sem staðsettur er í stofunni. Hann át kerti og ég henti alltskonar skrýtnu dóti sem búið var að safnast saman í skápnum : rauður krumpaður glanspappír, margir metrar af bóluplasti, minnismiðar með símanúmerum (engum nöfnum), brotnum leir af einhverjum vasa sem við hentum fyrir tveim árum síðan og símaskrám frá 2002 og 2003. Ég fann líka 8 kveikjara ... alla kveikjarana sem ég hélt að búið væri að stela frá okkur. Síðan var farið út á Kastrup að kveðja Þórð Hrólf bróðir minn, en hann var að fara til usa, með smá stoppi á Íslandi til að sjá dóttur son sinn í fyrsta skipti. Við feðgarnir tókum því rólega, dóluðum okkur heim með strætó með viðkomu í búð til að kaupa te til að setja í augun á Birni Rafnari, einhver sýking í gangi hjá drengunum. Þegar heim var komið þá mætti okkur hópur manna og þar á meðal Martin, sem er einmitt að fara til Íslands á morgun, til Ernu og Símonar. Verður þar í tvær vikur og kemur svo aftur hingað og heldur áfram að vinna ... hann er ótrúlega duglegur ungur maður og svo kallar hann Björn "min ven", sem er bara fallegt. Hann kom með pítusósu frá Íslandinu og öl frá Haribo í tilefni af því að ég er ekki lengur að vinna. Já hver segir svo að það sé mannskemmandi að vera atvinnulaus. Ég hef ekki gert meira á einum degi síðan ... ja ég veit ekki hvenær. Húrra fyrir atvinnuleysi !!!

þriðjudagur, september 14, 2004

Það er svo langt síðan að ég kom nálægt þessu að ég varð að prófa allskonar user og password og svoleiðis hluti til að komast hingað og svo þegar hingað var komið ... eða næstum því hingað þá er barasta komið nýtt lúkk. Ja ég verð að segja ykkur það. Þá er að styttast í það að ég geti farið að skrifa aftur ... það er búið að græða í mig augað aftur, nefið verður að bíða. Hendin er alveg að koma til ... reyndar tók það 3 tíma að skrifa þetta hérna. Annars er ég góður ! Fætur hef ég engar og eyrun heyra fortíðinni ... ásamt tungu og efri vör. En ég er góður ... var eimitt að hugsa um þá sem hafa ekkert bragðskyn. Maðurinn kemur eftir 2 daga ...