föstudagur, september 17, 2004

Í dag er það stóri latidagurinn. Drengurinn lasinn og þá er maður bara inni allan daginn, svo er frúin að fara út á skrallið í kvöld. Þá verður poppað og horft á vont sjónvarp. Það eru danir sérfræðingar í, að búa til skemmtiþætti, óteljandi margir þættir til um ekki neitt og er þetta allt sýnt á föstu- og laugardagskvöldum. Ég á mér reyndar eitt uppáhald ... það er þáttur sem sýndur er eða var því ég hef ekki séð hann lengi á KanalKöbenhagen. Kl 20 á föstudagskvöldum, Topplisten. Þar eru svona menn og konur að syngja lögin sín af bandi uppá sviði með enga áhorfendur og sömu tvær bakraddirnar, sem eru reyndar líka dansarar. Þetta er svo vont að það er gaman að horfa á þetta. Já það er mjög mikilvægt að fólk viti að þarna eru bara proamatörar á ferð ... algjör snilld. Hver segir svo að ég sé neikvæður !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home