fimmtudagur, september 16, 2004

Þetta var yndislegur morgun. Sonurinn fékk hafragrautinn sinn og ég fékk kaffi. Við tókum okkur saman og rifum allt út úr einum skáp sem staðsettur er í stofunni. Hann át kerti og ég henti alltskonar skrýtnu dóti sem búið var að safnast saman í skápnum : rauður krumpaður glanspappír, margir metrar af bóluplasti, minnismiðar með símanúmerum (engum nöfnum), brotnum leir af einhverjum vasa sem við hentum fyrir tveim árum síðan og símaskrám frá 2002 og 2003. Ég fann líka 8 kveikjara ... alla kveikjarana sem ég hélt að búið væri að stela frá okkur. Síðan var farið út á Kastrup að kveðja Þórð Hrólf bróðir minn, en hann var að fara til usa, með smá stoppi á Íslandi til að sjá dóttur son sinn í fyrsta skipti. Við feðgarnir tókum því rólega, dóluðum okkur heim með strætó með viðkomu í búð til að kaupa te til að setja í augun á Birni Rafnari, einhver sýking í gangi hjá drengunum. Þegar heim var komið þá mætti okkur hópur manna og þar á meðal Martin, sem er einmitt að fara til Íslands á morgun, til Ernu og Símonar. Verður þar í tvær vikur og kemur svo aftur hingað og heldur áfram að vinna ... hann er ótrúlega duglegur ungur maður og svo kallar hann Björn "min ven", sem er bara fallegt. Hann kom með pítusósu frá Íslandinu og öl frá Haribo í tilefni af því að ég er ekki lengur að vinna. Já hver segir svo að það sé mannskemmandi að vera atvinnulaus. Ég hef ekki gert meira á einum degi síðan ... ja ég veit ekki hvenær. Húrra fyrir atvinnuleysi !!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home