Það er langt síðan ... sagði mér einhver. Já það er langt síðan. Ég er búinn að vera í svo góðu jafnvægi upp á síðkastið að ég ekki haft það í mér að skrifa illa um neinn eða neitt. Nei þið skuluð ekki fara að trúa því upp á mig að ég fari að skrifa eitthvað jákvætt og uppbyggjandi. Þar hefur maður glanstímaritin, helgarblöðin, skrýtnu þættina í sjónvarpinu þar sem allir eru í tómri hamingju, útvarpsmennina sem hafa aldrei tekið þátt í "raunveruleikanum", tónlistarmennina sem trúa því að fólk verði ástfangið á því að hlusta á topplagið þeirra, forsetarnir sem berjast fyrir hinum siðmenntaða vestræna heim. Nei góða fólk þarna úti ... hvernig á ég að keppa við svona "sannleika,raunsæu,hnitmiðni,texta,réttvísi og síðast en ekki síst víðsýni". AAAAAhhhhhh þetta var gott, ég er ekki búinn að skrifa í allan þennan tíma og ég er strax farinn að stökkva af hæðsta brettinu ... en sem fyrr þá er ekkert vatn í lauginni. En ég kem aftur og aftur með eitthvað sem þið getið verið að tyggja á með þið hringsólið í ykkar fullkomna samfélagi. Ég gef skít í glanstímarit, lélega útvarpsmenn og konur, fjöldaframleidda sjónvarpsþætti, tónlistarmenn sem halda að þeir séu að bjarga einhverju ( já þetta á líka við um bono úr u2 ) og forsetum ... já bara forsetum yfir höfuð. Það held ég að sé það "starf" sem fokkar egóinu gjörsamlega ... kjörinn af fólkinu ... fyrir fólkið. Ef þú lesandi góður hefur ekkert skilið í þessari klausu, gerðu mér og þér þann greiða að fara út núna, kaupa séð og heyrt ... og skoðaðu myndirnar.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Previous Posts
- Hún er að láta bíða eftir sér þessi heimasíða ... ...
- Fór í smá leiðangur til Svíþjóðar í gær ... var að...
- Stöðugleiki á vinnumarkaði er best treystur með ná...
- Ef stjórnmálastefna þeirra vinstrisinna, sem hæst ...
- Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn, þegar ég var sextán...
- Þá er ég á leið til Svíþjóðar á morgun með fjölsky...
- Ég er engum tengslum við raunveruleikan, það er að...
- Vorum að klára að borða við feðgar og þetta er að ...
- Verð að bara að fá að bæta smá inní hérna þar sem ...
- Þá er maður barasta kominn með nýtt lyklaborð ... ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home