fimmtudagur, janúar 22, 2004

Þá er ég á leið til Svíþjóðar á morgun með fjölskylduna, verðum þó á sitthvorum staðnum. Ingibjörg og Björn Rafnar í Lundi og ég verð í Málmey að slípa og spasla eða var það að spasla og slípa ... gegnir einu. Er svona alveg að detta á það að sækja um í Kúnstháskólann í Málmey, er einmitt að fara þangað á morgun til að skoða aðstæður. Já af því að ég er svo góður að dæma um það ... ! En hvað um Það, þá eru aðeins teknir inn 12 á hverju ári þannig að ég verð að taka fram mitt allra besta og lista mig upp til andskotans ... er einmitt að lesa einhverja bók um svoleiðis eitthvað og það á kannski eftir að virka. Var á fornbókasölu í dag og fann bók eftir Morten Bo, Solen i skyggen ... snilld. Kostaði líka alveg 50 dkr. SNILLD ! Keypti líka svona höfuðtól með míkrófón ... núna lít ég út eins og flugmaður ... það segir konan mín allavega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home