Þá er maður barasta kominn með nýtt lyklaborð ... þráðlaust og allt. Get setið á klósettinu og skrifað, já það er munur hvað tæknin hjálpar manni í gegnum hversdaginn. Annars er ég búinn að ganga austasta part Amager í morgun, af því bara. Á morgun ætla ég að taka miðpart Amager og á miðvikudag tek ég svo vestur partinn. Það er nefnilega helvíti gott að fara svona út á morgnana og sjá sólina koma upp og jú rómantík kannski. Ég er bara orðinn algjör sökker fyrir því. Svo er svo margt að skoða ! Í morgun sá ég tildæmis geðveikan mann sem var alveg snældugeðveikur, mann með slöngu útúr hálsinum, misheppnað innbrot, Kötu, sá að það er búið að loka TopCapi2 sem var snilldar veitingarstaður, mann í kjól og alveg örugglega fleira ég bara man ekki meira í bili. Þannig að auðvitað hlakka ég til að fara út á morgun !!!
mánudagur, janúar 12, 2004
Previous Posts
- Í gær var í gær og sem betur fer því þá var ég ekk...
- Er búinn að vera að hlusta á Tindersticks sem alve...
- Jæja ekkert er heyið og engin eru harðindin. Ég át...
- Sit h�rna og get ekki skrifad islenska stafi ... e...
- Það er að gerast á morgun að ég fari til Íslands e...
- Þá er maður bara veikur ... það er ekki það sem ég...
- Það er þetta með að gefa og þyggja sem ég er eitth...
- Eins og ég var hress í morgun er ég þreyttur nú. L...
- Í dag : LÍF MITT SEM KONA Vakna, Ingibjörg á leið ...
- Þá gerðist það KulturFabrikkensMørkekammer er ekki...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home