föstudagur, janúar 09, 2004

Er búinn að vera að hlusta á Tindersticks sem alveg frábær tónlist fyrir þá sem eru að farast úr skammdegisþunglyndi. Eitthvað í anda Nicks vors Caves. Var einmitt í heimsókn í gær hjá Criss og þar fékk ég sko að heyra tónlist maður ... mmmmmm og þar fékk ég líka kaffi með smá romm útí og ROYAL súkkulaðibúðing. Þetta var barasta besta kvöldið síðan ég kom hingað út aftur það get ég sagt ykkur. Sit hérna núna og er að mana mig í að setja Philip Glass aftur undir geislann ... hann er ég ekki alveg að skilja, er hérna með eintak af KOYAANISQATSI og ég verð bara að játa mig sigraðan ég get ekki hlustað á þetta. Dagurinn í dag hefur silast áfram og ef það hefði ekki verið fyrir það að ég fékk gott fólk í heimsókn þá veit ég ekki hvað ég hefði gert af mér. Ég var kominn svo langt niður að ég var búinn að skrifa auglýsingu sem á stóð :28" Philipssjónvarp til sölu með Philipsvideoi á aðeins 2000 dkr....ef ykkur vantar þetta þá er hægt að hafa samband og ég skal með glöðu geði selja hvortveggja.
Núna er ég á leið út til að hitta Cameron sem birtist hérna alls óvænt frá Ástralíu ... og jú það verður glaumur og gleði. Það á að hittast hjá Darren en það var einmitt hann sem fékk mig til að bragða á ofskynjunarsveppum hérna um árið.
Enn og aftur þá mæli ég með Tindersticks ... Trouble every day. Meistaraverk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home