laugardagur, desember 06, 2003

Það er ekkert betra enn að vakna með sólina beint í andlitið ... þá hugsið þið ha er sólin komin svona snemma upp á Amager. En nei nei ekkert svoleiðis það er bara að sofa til hádegis þá passar þetta fínt. Það er lesblind hátíð á Íslandi í dag þar sem einn er að árita lesblindubókina sína ... hmmm það er svona. Er eitthvað að reyna að jafna mig eftir átök gærdagsins, ég vill fá að kenna Jakobi um allt það sem gerðist í gær. Hann er Lúsífer í mannslíki eða var það Lúísa eða Karíus. Það skiptir ekki máli. En það var gaman ó jájá. Einhver var reyndar svo vinsamlegur að drepa í sígarettu á bakinu á mér. En svona er þetta, ætli ég sé ekki búinn að brenna margar axlir og bök á mínu reykingarskeiði. Þannig að núna var borgunardagur. Reyndar fékk ég þarna tilefni til að fá mér úlpu eða jakka eða eitthvað svoleiðis. Á meðan ég er að rita þetta, þá er ég að hlusta á rás 2 og hvernig er þetta með þessar syngjandi auglýsingar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home