mánudagur, október 13, 2003

Einu sinni ... það er eitthvað sem ég nota ekki oft, reyndar aldrei. Frekar að byrja á jæja eða það eða þetta. Síðustu skrif eru ekki eftir mig, það er að segja þetta er svona kópí/peist aðgerð. Tekið úr mbl.is og dæmigert fyrir smáborgarann í sumum fréttamönnum. Jæja ég ætla ekki að fara að hvetja til neyslu lyfja frekar en Ríkið sjálft ... ríkið hmmm, en þessi frétt er bara drasl og ekkert annað. Jæja ég kvaddi bróðir minn á laugardaginn og á leiðinni heim þótti mér ekki annað koma til greina en að koma við á Galathean kránni og var það ekki slæmt. Einn kaffi og tveir bjórar og þá var ég klár að halda heim enda löng leið og ströng.
Maður á aldrei að segja fólki að maður fái ekki kvef eða aðrar pestir. Ég hef verið blessunarlega laus við svoleiðis og nota ég það óspart á sjálfan mig að það er því að þakka að ég skuli vera hættur að reykja. Hvað um það síðasta fimmtudag stóð ég mig að því að segja "ég verð nú aldrei veikur hmm hm" daginn eftir gat ég varla andað fyrir hori og núna eru lungun á mér full af svona þykkum vökva sem maður getur svona næstum því hóstað upp, NÆSTUM ÞVÍ. Núna sit ég hérna með einhvern rommdrykk sem Ingibjörg töfraði fram ... ég er farinn að finna á mér og hóstinn ... já hann er enn til staðar.
Núna ætla ég að fara að fikta í þessari tölvu í þeirri von að ég nái að kála henni svo ég hafi almennilega afsökun til að kaupa mér MAC.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home