mánudagur, október 06, 2003

Það er von á góðum gestum, sem eru svo á leið til Berlínar á morgun. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við eigum ekki að heimsækja þetta góða fólk svo í nóvember ... aldrei að vita. Núna er ég annars hérna fyrir framan tölvuna að gera ekkert merkilegt, hefur svo sem gerst áður. En ég var að velta fyrir mér af hverju er enginn búinn að sprengja Ísrael í tætlur ... það eina sem ég myndi sakna væri Robinson appelsínurnar og Zag verkfæraöskurnar. Ég á bara dálítið erfitt með að skilja hvernig "eittfólk" getur verið svona vont við "annaðfólk". Og fyrst "eittfólkið" fær að vera svona vont af hverju fær þá ekki "annafólkið" að svara fyrir sig með sama styrk ... það er ekki sama hvaða vini maður á. Ég skal segja ykkur það. Var að vinna í dag jájá og svo kom ég heim og borðaði jájá og nú sit ég hérna jájá. Það munar ekki um það. Sá Sam í morgun svona rétt gat sagt hæ og svo var hann farinn sína leið, hann er frá Indónesíu og er með hár langt niður fyrir rass, þykkt og svart. Fyndinn strákur. Hann á vin sem heitir Gúddei (góðandaginn á ensku) Ok hann heitir kannski ekki alveg gúddei en þegar að maður segir nafnið hans þá er það MJÖG svipað og hefur mörgum brugðið þegar hann kynnir sig. Jæja svo er maður að fá heimsókn aftur á föstudag, en þá kemur Kjartan bróðir við, hann verður hérna úti að skoða hjálpartæki fyrir öryggisverði. Það er örugglega ótrúlega gaman að skoða svoleiðis ... svo nemar og sprengjur og faldar myndavélar og allt það sem enginn veit um en er allsstað í kringum okkur. Ok ég er ekki alveg viss með sprengjur ... það væri bara alveg geggjað líka. Jæja ég er hættur. Er að fara að drekka meira kaffi og klára eina bók áður en gestirnir góðu koma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home