fimmtudagur, september 25, 2003

Jæja þá er ég bara búinn að vera einn heima síðan á mánudag ... og mér leiðist. Er reyndar búinn að vera með skipulagða dagsskrá sem á að redda mér á kvöldin ... eins og ég nenni að gera eitthvað á kvöldin. Eftir nokkrar mínútur verð ég hjá Sigga, sem á einmitt afmæli í dag, að borða Royal súkkulaðibúðing ... það var á dagsskánni í dag !
Fyndið, núna er eins og að ég hafi verið á Íslandi fyrir mánuði ... ég man ekkert hvað ég var að gera á Íslandi. Jú auðvitað man ég allt, en svona minning sem er dálítið tengd einhverju mun eldra ... ég get því miður ekki útskýrt þetta betur. Mér leið alveg vel á Íslandi, en mér líður líka alveg hérna í Danmörku.
Ég var ekki búinn að kveðja alla þegar að ég fór. Til dæmis "dó" síminn minn þegar ég var að tala við bibba, við náðum að kveðja Flosa í Hafnarfirðinum, Palla hittum við á Hressingarskálnum og svo ekkert meir, allir gömlu góðu vinirnir voru kvaddir í Kópavoginum, en þar býr líka hún Kata sem við náðum ekki að heimsækja, Gunni og Hrafnhildur bíða sjálfsagt enn með heitt á könnuni, Guggu náði ég ekki að heimsækja, en lofa að gera það um jólin, Kaffi krús á Selfossi gleymdist alveg og sömuleiðis Nonnabiti, fór á sýningu í Hafnarfirði, nennti ekki uppí Gerðuberg, drakk einn flöskubjór og þrjá ... nei tvo kranabjóra ... that is it. Svona var nú gaman á Íslandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home