mánudagur, september 01, 2003

Það er að gerast á komandi sunnudegi að við fjölskyldan förum til Íslands, það er í fyrsta sinn sem Björn sér þá eyjuna stóru í norðri. Ég get ekki beðið eftir að fara niður í Terra Nova til að ná í myndirnar mínar aftur. Því þegar ég er búinn að því þá get ég sagt að það sé formlega búið þetta "sinnum8" og jú ég verð að viðurkenna að það gleður mig ... mikið. Ég veit núna hvað ég vill, nú vantar bara fjármagn til og þar sem ég er svo lítill kapítalisti þá á sá áfangi eftir að verða langur og strangur. Hvernig fer maður til fólks og segir :mitt starf er þannig að ég "bý til" spurningar og "skapa" form svo að bæði þú og allt fólkið í kringum þig getið aukið / víkkað sjóndeildarhring ykkar. Vald mitt er ógurlegt ég get bæði skapað og eytt ... áttu pening ?
Það vantar eitthvað er það ekki. Einu sinni var ég svona sölumaður í svona búð og þótti með eindæmum góður sölumaður, en þegar ég á að fara að selja sjálfan mig hvað gerist þá ... hmmm. Það er ekki það að ég trúi ekki á það sem ég er að gera ... alls ekki. Það "litla" sem ég er að framleiða er svo gegnum hugsað að fjórðungur væri nóg ! Vinur minn var að fara í eitthvað nám sem á að kenna manni að stjórna eins og einræðisherra. Þegar ég fer til Íslands þá ætla ég sko að fara og tala við hann og koma svo aftur heim svo stútfullur af EGÓ-I að fólk á eftir að falla á kné ... heill SESAR heill

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home