miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Það er margt sem maður getur látið fara fyrir brjóstið á sér ... til dæmis þegar ég hjóla heim úr vinnu (takið eftir ekki þegar ég hjóla til vinnu). Þá hjóla ég eina götu er heitir Gothersgade og þar byrjar það og eykst allt þar til ég beygji af Amagerbrogade. Þetta er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja ... svei mér þá það er hægt að gera svo margt í þessu yndislega lífi, en sumir eru bara alveg blindir á það. Það sem ég er að skrifa um hérna eru mennirnir sem keyra um (oftast einir í bíl) og eru að hlustaá tónlist ... getur maður sagt að maður sé að hlusta á tónlist þegar hún er spiluð svo hátt að það surgar bara í hljóðkerfi bílsins. Margt hef ég reynt um ævina, ég hef meiraðsegja farið í Þjóðleikhúskjallarann, en þetta er ég ekki alveg að skilja ! Bíðið við ég myndi kannski gera þetta í dag ef ég væri að hlusta á eitthvað gott. En þessir hálffullorðnu menn eru að hlusta á remix af henni Britney og vinkonu hennar Jennifer. Einn var á alveg svaka kagga með allt rúllað niður og með Phil Collins í botni. Já ég er feginn að ég er bara á hjóli að syngja með sjálfum mér, fólk er allavega ekki að þjást í kringum mig ... nema á ljósum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home