miðvikudagur, júlí 30, 2003

Er alveg að komast í stuð með að spúa út úr mér öllu því sem mér finnst miður fara í heiminum. Allavega "það" sem er að fara í taugarnar á mér, það er reyndar stundum þannig að ég get ekki skilið af hverju "það" er ekki að fara í taugarnar á öðru fólki. Eins og tildæmis hvernig stórfyrirtækin eru að éta sig inn í vitund fólks ... og hvað gerir fólk við því ... aha er "meðvitað" og lætur ekki "nota sig". Fólk er löngu hætt að fatta það að fólkið sjálft er orðið að vöru. Hvað myndi gerast ef allir myndu hætta að kaupa ameríska hamborgara ( nefni þá ekki með nafni ), eða allir færu að styðja beint framleiðslu frá Afríku eða myndu gefa sér tíma til að kynna sér menningarflóru miðausturlanda. Það er ekki auðvelt að opna augun og sjá þennan viðbjóð sem maður lætur bjóða sér daglega með fáránlegum fréttaflutningi og heilaþvegnum auglýsingum ... en það er hægt. Ég ætla að vera í betra skapi á morgun ... do a deer a female deer

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home