sunnudagur, ágúst 03, 2003

Blessuð sé minning hans ...
Ég er að fara að vinna á morgun eftir langt frí, við hjónin erum sammála um að það sé fyrir bestu. Sonur minn er mánaðar gamall í dag og við foreldrar hans héldum upp á það með því að fá okkur sætabrauð. Nú er næstum því komin nótt hérna í útlandinu og okkar bíður þessi stóri ... VANGEFIÐ stóri ís. Jú maður á víst að fá samviskubit yfir því hvað maður er að láta ofan í sig ... eða ekki. Ég hef lært það að eftir að ég varð fullorðinn, þá getur maður samið reglur og brotið og samið og brotið eins og maður vill og það er enginn sem getur sagt nokkurn skapaðan hlut við því. Ég var ekki settur á jörðina til að útskýra mataræði mitt. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home