laugardagur, ágúst 02, 2003

Jæja ég verð að játa að ég spilaði fótbolta aftur í gær ... ég er ekki að reyna að bæta upp fyrir neitt. En hvað um það í gær hitti ég goð !! Já ég var að tala um einhvern dana sem var að redda mér gleri sem var að vinna með Aðalsteini Stefánssyni, nema hvað við erum eitthvað að ræða málin og þá segir hann bara sísona "já ég er víst líka eitthvað að taka myndir og bla bla" svo þegar ég er að kveðja þá spyr ég hann hvað hann nú aftur heitir. Hann segir mér það og um leið þá segir að hann gæti nú alveg sýnt mér það sem hann hefur gert. Dregur mig eitthvað á bakvið og dregur fram bók ... bók sem ég á ... maðurinn er enginn annar en Hans E Madsen. ÓTRÚLEGT. Ég hafði ekki hugmynd um hver þessi maður var, hafði aldrei séð mynd af honum og svo reynist þetta bara vera ídólið. Ég gekk á skýjum í gær. En í dag er rigning og það á að reyna að fara að grilla seinnipartinn ... en það er rigning og hún er ekkert að fara að hætta. Núna ætla ég að koma mér fyrir í ruggustólnum og klára glæpasöguna eftir hann Arnald Indriðason.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home