miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Það er barasta rólegt á vígstöðum núna ... allt í góðu þannig séð. Reyndar ein smá saga úr lífinu hérna : ég er búinn að vera að hengja upp auglýsingar fyrir sýninguna út um allan bæ og það hefur allt saman gengið vel, Ólafur er náttúrulega svo mikill snillingur að þegar hann drullast til að gera eitthvað þá er það sko gert ... ég keypti sko lím til að hengja herlegheitin upp með og ekkert venjulegt lím heldur svona "límbáðumegin" lím. Svaka kúl fer ég út í bæ að hengja upp og allt gengur vel ... þangað til ... var að hengja upp á einhverju hipp kúl kaffihúsi með nýmálaða veggi og ég veit ekki hvað nema hvað, plakatið hangir ekki alveg "rétt" svo ég ætla svona rétt að losa það til að laga eeeeeeeeenn það vill ekki losna ... úps. Þetta lím er sumsé ofurlím frá helvíti og hefur ákveðið að losna aldrei eða kannski aðeins seinna en aldrei. Ólafur er semsagt búinn að vera að eyðileggja veggi út um allan bæ og hvað get ég gert ... skammast mín. Ekki láta ykkur koma á óvart ef þið eruð á ferðinni hérna úti árið 2009 og það er ein verulega snjáð auglýsing inná einhverju klósettinu frá 2003 ... þá var það bara ég.
madrugada er norsk hljómsveit sem ég get vel mælt með ... góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home