mánudagur, september 22, 2003

Þetta var nú meira feðralagið ... hehe vitið ferða feðra mmm ok. Var bara að fá gott veður á Íslandi og það er búið að opna Hressingarskálann aftur ( amerískar keðjur fari til andskotans ) og við hjónin nutum þess mikið. Það verður ekki af þeim skafið þessum Íslendingum hvað þeir eru ánægðir með kaffihúsin sín þeir eru allavega að slá met í fjölda kaffihúsa. Miðað við jaaa miðað við allt býst ég við. En það er svosem allt í lagi, ég naut þess. Maltið er komið í nýjar flöskur og það er hægt að fá svart Sinalco. Það sem maður tekur líka eftir þegar að maður er búinn að vera frá í smá tíma það er ... ný mislæg gatnamót í hvert einasta skipti og nýtt hverfi út í móa ( áður útí rassgati ). Ég gerði það viljandi núna að fara ekki á ákveðna staði til að sjá breytingar og ég gerði það líka viljandi að ferðast sem mest með Strætó, sem er hin mesta skemmtun. Sjálfstæðismaðurinn Glúmur er kjáni og hann þarna sjónvarpsmaðurinn feiti er orðinn eitthvað klikk. Ómar er farinn að eldast loksins og Vísir er versta dagblað Íslandssögunar. Það eru unglingar út um allt með ferðatölvur og það kostar 4000 kr að kaupa kjúklingaveislu fyrir 6 á KFC. Fólk er búið að gleyma náttúruspjöllunum fyrir austan og það er verið að tala um að Davið verði forseti á næsta ári. Þetta verður að duga í bili ... meira seinna. Eitt að lokum, ég vill fá að þakka vini mínum fyrir það að segja mér að ég eigi að hætta að vera svona neikvæður, Hafsteinn þú bjargaðir Íslandsferð minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home