föstudagur, október 03, 2003

það má nú ekki gleyma að segja umheiminum hvað er um að vera núna. Ekkert merkilegt svo sem maður er bara að reyna að koma reglu á líf sitt eftir strangt frí á Íslandinu góða ... merkilegt hvað tíminn er að flýta sér stundum. Maður er rétt kominn í gír með eitthvað sniðugt og þá er allur tími hlupinn frá manni. Hvað er að gera ... eitt, að gera ekkert og mæta svo dauðanum með glott á vör. Tvö, að reyna að gera allt en hafa ekki tíma til að gera neitt og mæta dauðanum með það í huga að reyna að múta honum til að koma seinna. Þrjú, já þrjú ef ég vissi hvað þrjú væri þá væri ég í góðum málum. En það sem ég er að reyna að segja ... ég veit ekkert hvað ég er að reyna að segja. Er annars í stuði og tilbúinn að takast á við helgina. Sat með félögum úr KulturFabrikken í gær að ræða framtíð aðstöðu okkar og vorum við svo heppnir að við fundum stað sem var nýbúinn að breyta og til að halda upp það þá var frír bar. Ég fékk mér nú bara einn öl og kaffi ... hófsemdarmaður. Það eru komnir gestir ... þannig að þetta verður að bíða betri tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home