sunnudagur, nóvember 09, 2003

Það er algjört eitur að vera einn heima ... ég er búinn að sitja 92% af deginum. Það getur ekki verið gott fyrir meltingarveginn. Í gær ætlaði ég að sigra heiminn, í dag er ég að reyna að komast nær morgundeginum og á morgun veit ég ekkert hvað ég ætla að gera af mér. Maður verður virkilega "aumur" þegar það er búið að raska "norminu". Eins og tildæmis "þetta" að skrifa innpökkuð orð í gæsalappir til að gefa ykkur færi á að koma með ykkar útskýringar á hlutunum ... "skiljiði". Jamm ég er reyndar búinn að gefa mér það að ég ætla að vakna snemma á morgun. Það verður sjónvarpsbann í viku hjá mér (fyrir utan fréttir), ég ætla að sprikkla í þessari viku og ... hvað var það meira JÁ ég er að fara í leikhús á morgun alveg aleinn og hlakka til, það get ég sagt ykkur. Ekki er verra að ég verð í fríi á morgun ... ég er að hugsa um að fara og taka myndir af litlu hafmeyjuni ... og síðan ætla ég að borða á d'anglateééérrre ... og rétt áður en ég fer í leikhúsið þá næ ég svona rétt að stökkva inní nokkur gallerý. EÐA ég ætla að fara í Amager senterið, kaupa mér pylsu með fitubragði og sósu sem er á bragðið eins og ég veit ekki hvað. Síðan fer ég í eitt af þessum "góðu" kaffihúsum á Holmbladsgötu og dekra við mig með mjólkurkaffi sem er reyndar á bragðið eins og ég veit ekki hvað, síðan fer ég heim, væbblast þar um í allt of langan tíma við að gera ekkert, rétt næ í strætó og sofna í leikhúsinu. Hvernig sem þetta fer ... þá þarf enginn að komast að hinu sanna !!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home