laugardagur, október 25, 2003

Ekki tókst mér að "skemma" þessa blessuðu tölvu ... það er gott að maður hefur fólk í kringum sig sem skilur tölvur og allt það. Ekki er ég að skilja tölvur og reyni satt að segja ekkert til þess. Var að drekka bjór í gær á einhverjum bar á Frbergi, það var svona norðmannabar. Veit ekkert hvernig ég komst heim en ég komst heim og það í heilu lagi ... það er drengur hérna í DK sem heitir svo mikið sem Christian og er hann einhver poppstjarna ... mest er hann þó þekktur fyrir að hafa verið í sjónvarpsþætti sem heitir svo mikið sem big brother. Hann kom þarna inn seint í gær ... og ég gat ekki setið á mér og lét hann vita hvað hann er æðislegur ... hann skildi mig ekki ... ég skildi mig ekki ... barþjónninn skildi mig ekki. Maður á að vera góður við allt fólk í þessum heimi. Núna sit ég hérna eftir langa og stranga ferð til Svíþjóðar með Sigurði og dóttur hans ... kúl túr ferð. Er á leið í afmæli til Kötu og Christians og ég veit að hann verður glaður þegar hann sér gjöfina sína, kannski verður Kata líka glöð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home