þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Sit hérna og er að hlusta á BOB HUND sem er ALGJÖR SNILLD frá Skáni. Get alveg hlustað og hlustað án þess að þreytast. Var að koma frá nágrönnunum sem voru að halda upp á afmæli eins íbúans. Var að drekka kaffi með Louise síðasta sunnudag og hún var að segja mér frá því nýjasta í hennar lífi og það er að hún er að fara að taka myndir af sjálfri sér í hænsnahóp og svo ætlar hún að hálshöggva nokkur hænsn og stinga volgum hænsnhausum uppí sig og taka fleiri myndir. Ég veit ekki hvert hún er að fara, hún veit ekki hvert hún er að fara. En það sem ég finnst merkilegast við þetta er það að hún framkvæmir þetta ... ótrúlegt. Ég sagði henni frá því sem ég vill fara að takast á við ... eeehh það er ekki eins mikilfenglegt. Satt að segja þá hljómaði það eins og vont disneylag spilað of hægt þegar ég sagði frá, þannig að ég fór að tala hraðar og hraðar svo hratt, svo hratt að það slitnaði ekki á milli orðanna og hún skildi ekkert það sem ég var að segja. Hausinn á mér skalf af "hraða", röddin gaf sig og ég fékk tár í augun. Fann það að ég er ekkert sérstaklega góður í að skýra hugsanir mínar og langanir. Ég veit hvað ég vill og ef ég get framkvæmt þetta án hjálpar þá sér fólk vonandi hvert ég var að fara. Hvað um það þá er bara allt í gír hérna megin á hnettinum. Írakar eru duglegir í að láta vita að þeir vilja ekkert með usa að gera, ég er að sjá það betur hvernig þetta gekk fyrir sig þegar Bretar komu til landsins. Eru Íslendingar bleyður ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home