þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Truflað ... ég var í leikhúsi í gærkvöldi að sjá verk eftir mann sem heitir svo mikið sem Georg Buchner í leikstjórn Robert Wilson með tónlist eftir Tom Waits ... þetta var sssvvvvvooooonnnnna gott að sjá þetta verk, já sem heitir WOYZECK. Ég hvet alla til að fara að sjá þetta, ef þeir eru svo lánsamir að þetta verður sýnt í þeirra nánasta umhverfi. Eitt er reyndar slæmt við að sjá svona magnað verk og það er að þegar að maður fer aftur í leikhús þá býst maður við ... þegar maður fer næst ... hehehe það verður kannski eftir tvö ár. Hvað um það þá var gaman, en ég get ekki mælt með að fólk fari í leikhús eitt síns liðs. Það gerði ég og hafði engan til að segja frá þessari frábæru upplifun. Siggi var ekki einu sinni heima. Eins og þeir segja í bíómyndunum "that sucks". Núna er ég reyndar búinn að ákveða að fara á allavega tvær sýningar í viðbót. Nei ég ætla ekki að sjá það sama þrisvar ! Ég er kannski gleyminn en ég er enginn hálfviti. Var að komast yfir tónlist frá einu bandi sem heitir svo mikið sem RENTOKILLERfrá Svíþjóð. Mæli með því á myrkum vetrardögum www.rentokiller.com. Þeir hafa lagt fullt af tónlist á netið og það er bara að ná í, sperra eyrun og setja sig í annað hvort gítarstellingar eða trommustellingar. Persónulega fer ég í trommustellingarnar og mæma með alveg eins og vitlaus maður. Kemur blóðinu af stað og ég efa það ekki að læknar með sérfræðiþekkingu mæla með svona eins og einu góðu lúfttrommusólói á dag. riggariggarigga tigga tissshhhh.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home