fimmtudagur, desember 11, 2003

Í dag : LÍF MITT SEM KONA
Vakna, Ingibjörg á leið í fyrirlestur, gef Birninum að borða, vaska upp glösin eftir gesti gærkvöldsins, Björninn sofnar. Fanga þvottinn með báðum höndum, flokka hann, græja og geri klárt. Björninn vaknar, við sláumst (rútína). Kem Birninum fyrir í poka frá ömmu sinni og í vagninn, keyri útí þvottahús, brosi til fólks á leiðinni. Komum heim, hita kaffi, við sláumst (rútína), næ að drekka hálfan bolla. Aftur í pokann í vagninn og af stað, muna að brosa til fólksins á leiðinni. Þvottur settur í þurrkara og vindu (öfug röð). Kem heim aftur og athuga hvort pósturinn sé kominn(í annað sinn), hann er ekki kominn. Núna er Björninn sofnaður aftur og ég er á leið út í þvottahús til að ná í restina, er að drekka molluheitt kaffi á meðan þetta er skrifað. Ingibjörg kemur heim rúmlega 1 til að fara í svona mæðragrúppu með Björninn á meðan fer ég út til að gera klárt fyrir kvöldið þar sem fólk verður að borða hérna í kvöld. Ingibjörg fer svo að vinna kl 17 og fram eftir nóttu, sem þýðir að ég þá fæ aftur völdin sem kona á mínu heimili. Ef þetta er ekki spenna og ótti blandað ánægju og óvæntum uppákomum þá veit ég ekki hvað. Bíðið bara og sjáið hvað Ólafur(ofurkvendi) gerir á morgun. Ég kann líka að bíta ....ggggrrrrrrrrrrr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home