þriðjudagur, desember 09, 2003

Það er eins og að ganga í hringi og vita ekkert af því. Í dag fann ég niðrí kjallara fullt af lyfjum, sem ég samviskusamlega safnaði saman í kassa og fór með niður í apótekið hérna á horninu til að láta eyða. Þegar að þangað kom spurði ég ungfrúna í afgeiðslunni um virkni þessara lyfja. Já, hún spurði mig svona fimm sinnum hvort að ég ætti þessi lyf. Hún nær í lyfjabókina sína og flettir upp því lyfi sem liggur efst í bunkanum, já það voru svo um það bil sjö mismunandi lyf í þessum bunka. Og hún flettir og flettir og flettir og segir svo við mig að þetta lyf sé ekki í bókinni en að hún viti að þetta er svona antidópamín og við erum að tala um að þarna voru 4 mg lyf sem drepa hesta. Það er að segja að einhvert heroíngreyið er búið að týna öllum lyfjunum sínum. Ekki bara lyfjunum sínum heldur allri búslóðinni, kjallarinn er fullur ef einhverju drasli, sem engin hirðir um að hirða upp. Og núna þegar að ég veit að þetta eru allar jarðneskar eigur eiturlyfjasjúklings, þá spyr ég sjálfan mig hvar er eiturlyfjasjúkingurinn ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home