fimmtudagur, janúar 08, 2004

Jæja ekkert er heyið og engin eru harðindin. Ég átta mig á því að það sem ég var að skrifa á Íslandinu er í tómu rugli. Það fær samt að standa til að minna mig á það að sumt á maður bara að láta vera. Eftir að ég kom frá eyjunni í norðri þá hef ég verið með tæki og tól á heilanum. Verð að fá mér svona ... hei þetta er helvíti gott verð að fá mér svona líka og þetta og bla bla bla. Ég hef útskýringu á þessu, hún er sú að við vorum á bílaleigubíl á Íslandi ! Já þetta hljómar kannski einkennilega fyrir fólk sem ekki þekkir til. En staðreyndin er sú að þegar maður fer að leyfa sér einhvern (ó)munað þá er alveg hættulega erfitt að snúa til baka til eðlilega lífsins. Og til að bæta þetta upp, þá fer maður í þá átt að fylla heimilið af rafmagnsdrasli og hvað hefur maður upp úr því, ekkert annað en fleiri fjarstýringar og geðveikina í kringum það. En ég veit ekki ... rökin fyrir því að fá sér svona heimabíó eru bara helviti góð, sko þá losnar maður við alveg fullt af stórum tólum og stórum hátölurum og í staðin fær maður svona eitt nett stykki sem er líka með útvarpi í og fjóra litla hátalara sem fara upp á vegg og þar sem við búum smátt þá er þetta alveg að gefa sig ... og þetta með nýja tölvu ... það er kominn tími á þessa ég verð að segja það og þetta sagði ég líka fyrir ári síðan, þannig að það er ekki eins og hlaupi út til að kaupa tæki og tól með því sama neinei alls ekki ég gef þessu góðan tíma og svo aðeins betri tíma og að lokum gleymi ég hvað það var sem ég ætlaði að fá mér ... !?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home