mánudagur, desember 15, 2003

Það er þetta með að gefa og þyggja sem ég er eitthvað að föndra við þessa stundina. Ekki endilega jólunum að þakka eða kenna. Bara skemmtileg tímasetning. Ekki satt ? Var í morgun að fara yfir sumt með hinum tveimur úr myrkraherberginu. Þetta sumt er það dót sem á að vera eftir þegar að við yfirgefum staðinn. Núna er það nefnilega komið í ljós að það á sennilega að fjarlægja það fyrir fullt og allt. Það segir okkur að allt það sem við skiljum eftir okkur verði hent á haugana. Ekki er það nú gott segji ég sem get verið alveg hreint ágætur í að safna að mér allskonar dóti/drasli sem ég virkilega trúi að ég komi til með að nota í framtíðinni. Til dæmis tók það mig fimm eða sex ár að henda dós sem ég átti (sem áður var brúkuð undir 500 gr af kaffi, Merrild), undir minni vörslu geymdi þessi dós ekkert annað en teyjur ... þúsundir og aftur þúsundir af teyjum. Ég man ekkert hvar ég fékk þær og ég man aldrei eftir því að ég hafi nokkurntíma sett teyju ofan í þessa áðurfyrr kaffidós, en alltaf tók ég þessa dós með mér í öllum mínum flutningum. Svei mér þá ef þessi dós sé ekki frá því að ég bjó í Ásgarði, þar var ég frá 7 til 12 ára aldurs að mig minnir. Sem þýðir það að það tók mig ekki fimm til sex ár að losna við hana heldur ... 24 !!
Það versta við þetta allt saman er að þegar ég fer að hugsa betur um þessa dós þá man ég allt í einu eftir því ... hún er uppí Grafarvogi, í bílskúrnum hjá Kára bróðir ásamt gömlum verkefnum úr Réttó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home