þriðjudagur, janúar 13, 2004

Vorum að klára að borða við feðgar og þetta er að ganga mun betur þar sem Björninn fékk sína fyrstu tönn í gær. Gönguferð morgunsins var hálfgert vonbrigði, þar sem við sáum ekkert sem teljast má spennandi. Eitt sáum við, gamlan bíl með brotna framrúðu og yfir henni var strengdur lögregluborði. Það var svo kalt að við urðum að flýja inn í hjálpræðisherinn til að ylja okkur um stund og svo var bara tekin bein leið heim. Reyndar með smá stoppi í tveimur búðum, Netto og henni þarna náttúrueitthvað. Til að kaupa ... hvað haldið þið. Nú poppmaís auðvitað. Það er nefnilega ekki hægt að kaupa poppmaís í þessum ódýru matvöruverslunum ... nei því það er lúxus að poppa hérna í DK ... ég veit ekki hvað það er. Eitt hérna að lokum vissuð þið að hann Bush vinur okkar átti einu sinni olíufyritæki sem var alveg að fara á hausinn þannig að hann seldi það og hver haldið þið að hafi keypt ósköpin af honum ... Bin Ladin fjölskyldan ! Góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home