Verð að bara að fá að bæta smá inní hérna þar sem ég er svo hugfanginn af þessu lyklaborði. Er einhver með áramótaheit þarna úti í ár ... ég hef ekki hitt einn einasta mann fyrir utan einn sem ég vill helst ekki nefna á nafn þar sem ég veit að hann springur bráðum á sínu áramótaheiti. Hvað er þetta með fólk í ár er það ekki einu sinni tilbúið að reyna. Eða er það bara búið að gefast upp, veit að þetta er allt saman lygi. Vill ekki þurfa að játa sig sigrað á einhverju aumingjalegu áramótaheiti. Ég sjálfur hef haldið mitt áramótaheit í langan tíma og endurtek heitið á hverju ári. Ég einn veit hvað þetta heit er og satt að segja kemur það engum öðrum við ... það er hvort eð er svo ómerkilegt. Eitt vill ég þó gera á þessu ári sem ég á örugglega eftir að flaska á og það er að reyna að ákveða hvað ég vill gera þegar að ég er orðinn stór. Já ég á eftir að verða stærri, en vonandi ekki í þeim skilningi að ég komi í morgunsjóvarpið undir dagskráliðnum "Spikið af".
mánudagur, janúar 12, 2004
Previous Posts
- Þá er maður barasta kominn með nýtt lyklaborð ... ...
- Í gær var í gær og sem betur fer því þá var ég ekk...
- Er búinn að vera að hlusta á Tindersticks sem alve...
- Jæja ekkert er heyið og engin eru harðindin. Ég át...
- Sit h�rna og get ekki skrifad islenska stafi ... e...
- Það er að gerast á morgun að ég fari til Íslands e...
- Þá er maður bara veikur ... það er ekki það sem ég...
- Það er þetta með að gefa og þyggja sem ég er eitth...
- Eins og ég var hress í morgun er ég þreyttur nú. L...
- Í dag : LÍF MITT SEM KONA Vakna, Ingibjörg á leið ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home