sunnudagur, janúar 18, 2004

Ég er engum tengslum við raunveruleikan, það er að segja að ég veit ekkert hvaða dagur er eða hvað klukkan er. Þetta að vera heima að dunda sér allan tímann er býsna skrýtið. Jú ég veit að í dag er sunnudagur af því að ég fór í fyrsta skiptið í pabbaklúbbinn heimsfræga. En annars, þá gæti alveg verið miðvikudagur eða ... jafnvel jóladagur, já svona er maður nú langt úti. En nú verður tekið á því. Komandi vika er svo blöskrandi full af verkefnum sem endar á utanlandsferð,til að fara að næla sér í smá aukapening. Þannig að nú er bara að fara á fætur eldsnemma og sparka sjálfan sig í rassalinginn. En það er jú einfaldlega þannig að ef maður hefur að einhverju aðstefna þá eru dagarnir einfaldlega skemmtilegri og reyndar styttri.
Er í dag að hlusta á Svía öskra, þeir eru bara ansi brattir þegar kemur að því að öskra. Nú eru ungir menn í hljómsveit sem heitir LOKPEST og nammi namm. Gunni er nú bara líka dálítill prakkari eins og þeir hérna. Mæli sérstaklega með laginu "som en hund" og svo er bara að sprengja græjurnar. En annars er ég bara í góðu stuði þessa dagana, sérstaklega af því að ég veit ekkert hvað ég á að gera við líf mitt og er því núna í bullandi afneitun. Það verður svo bara að koma í ljós þegar að líkaminn er hættur að framleiða dópamín hvað gerist ... gæti farið að mæla með þessu eða þessu ... en ég vona bara að það komi aldrei til þess.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home