Fór í smá leiðangur til Svíþjóðar í gær ... var að athuga með skóla og svoleiðis. Gleymdi reyndar að spyrja allar þær spurningar sem ég var búinn að hnipra á blað í lestinni. Hvað um það þá fékk ég umsóknareyðublað svo er bara að fylla það út og senda með 10 verk, eða ljósmyndir. Áður en ég vissi af þá var ég sestur inn á kínverskan veitingarstað og farinn að borða. Fór heim ... Jakob kom við og seinna Birta og fórum við þrjú á bókmenntakvöld í Jónshúsi ... Jakob og ég enduðum svo á Galateunni og sátum þar þangað til að það lokaði ... þá var bara að drífa sig heim, með smá viðkomu í henni sjö ellefu. Borðað og svo farið að sofa. Í dag er ég barasta sprækur og hlakka til að eyða helginni með fjölskyldunni. Svo er náttúrulega pabbaklúbburinn á sunnudag. Og okkur feðgum er boðið í afmæli á laugardagskvöld ... okkur var bent á það að sá sem það heldur vantar kökukefli. Afmælisgjöfin fundi.
föstudagur, janúar 30, 2004
Previous Posts
- Stöðugleiki á vinnumarkaði er best treystur með ná...
- Ef stjórnmálastefna þeirra vinstrisinna, sem hæst ...
- Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn, þegar ég var sextán...
- Þá er ég á leið til Svíþjóðar á morgun með fjölsky...
- Ég er engum tengslum við raunveruleikan, það er að...
- Vorum að klára að borða við feðgar og þetta er að ...
- Verð að bara að fá að bæta smá inní hérna þar sem ...
- Þá er maður barasta kominn með nýtt lyklaborð ... ...
- Í gær var í gær og sem betur fer því þá var ég ekk...
- Er búinn að vera að hlusta á Tindersticks sem alve...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home