miðvikudagur, janúar 28, 2004

Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn, þegar ég var sextán ára, og hef ekki séð eftir því. Þótt sannleikurinn hafi ekki tekið sér bólfestu í neinum einum stjórnmálaflokki og margt gott fólk sé vissulega til í vinstri flokkunum, er Sjálfstæðisflokkurinn brjóstvörn borgaralegra viðhorfa. Hann er flokkur þeirra, sem una sæmilega hlutskipti sínu, þótt þeir vilji bæta það. Í Sjálfstæðisflokknum er fólkið, sem vill grilla mat úti í garði á kvöldin með fjölskyldu og vinum í stað þess að sækja baráttufundi æsingalýðs, enda sagði Haukur pressari: “Þú skalt bara vera ópólitískur og ganga í Vörð." Ekki spillir fyrir, að núverandi forystusveit flokksins, þeir Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Haarde, skarar fram úr, sérstaklega Davíð, sem vex með hverjum vanda.
-losum okkur við Hannes Hólmstein

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home