þriðjudagur, apríl 27, 2004

Ó blessuð sért þú sumarsól. Konan sem stendur mér næst segir að maður eigi aldrei að tala illa til sólar, því það er hún sem gefur líf. Sammála. Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með því sem er að gerast hérna í útlandinu uppá síðkastið, aftur á móti hef ég lesið allt það sem hefur verið skrifað um fjölmiðlafárið á Íslandinu. Það er að segja nýja frumvarp Davíðs. Hann er kóngur og eftir að hafa lesið það sem Þráinn Bertelsson skrifar á baksíðu Fréttablaðsins þann 26.apríl síðastliðinn er ég miklu nær sannleikanum. Ef ég gæti skrifað svona snilld sem er svo laus við ... þetta er ótrúlegt ég er orðlaus ég get hreinlega ekki fundið það orð sem gæti best lýst ánægjunni, sem byrjar í hnakkanum, rennur hægt eftir bakinu út í handleggi og endar í maga. Þið þekkið það, þetta er svona "mér líður vel og ég er þér svo sammála elsku ljúfurinn" tilfinning. Ég get ekki haft þetta lengra í þetta sinn ég er svo hræður á þessari stundu. Eitt í lokinn, það er allt í lagi að taka afstöðu, það gera allir. En að standa með henni og verja. Það er það sem sker úr um hver þú í raun ert. Ég man einmitt að einu sinni átti ég feitan tússpenna sem ég notaði á klósettvegg á Hressó og ég skrifaði " fólk talar svo mikið en segir svo fátt" þetta var skrifað fyrir 14 árum og ég er en á sömu skoðun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home