fimmtudagur, september 25, 2003

Jæja þá er ég bara búinn að vera einn heima síðan á mánudag ... og mér leiðist. Er reyndar búinn að vera með skipulagða dagsskrá sem á að redda mér á kvöldin ... eins og ég nenni að gera eitthvað á kvöldin. Eftir nokkrar mínútur verð ég hjá Sigga, sem á einmitt afmæli í dag, að borða Royal súkkulaðibúðing ... það var á dagsskánni í dag !
Fyndið, núna er eins og að ég hafi verið á Íslandi fyrir mánuði ... ég man ekkert hvað ég var að gera á Íslandi. Jú auðvitað man ég allt, en svona minning sem er dálítið tengd einhverju mun eldra ... ég get því miður ekki útskýrt þetta betur. Mér leið alveg vel á Íslandi, en mér líður líka alveg hérna í Danmörku.
Ég var ekki búinn að kveðja alla þegar að ég fór. Til dæmis "dó" síminn minn þegar ég var að tala við bibba, við náðum að kveðja Flosa í Hafnarfirðinum, Palla hittum við á Hressingarskálnum og svo ekkert meir, allir gömlu góðu vinirnir voru kvaddir í Kópavoginum, en þar býr líka hún Kata sem við náðum ekki að heimsækja, Gunni og Hrafnhildur bíða sjálfsagt enn með heitt á könnuni, Guggu náði ég ekki að heimsækja, en lofa að gera það um jólin, Kaffi krús á Selfossi gleymdist alveg og sömuleiðis Nonnabiti, fór á sýningu í Hafnarfirði, nennti ekki uppí Gerðuberg, drakk einn flöskubjór og þrjá ... nei tvo kranabjóra ... that is it. Svona var nú gaman á Íslandi.

mánudagur, september 22, 2003

Þetta var nú meira feðralagið ... hehe vitið ferða feðra mmm ok. Var bara að fá gott veður á Íslandi og það er búið að opna Hressingarskálann aftur ( amerískar keðjur fari til andskotans ) og við hjónin nutum þess mikið. Það verður ekki af þeim skafið þessum Íslendingum hvað þeir eru ánægðir með kaffihúsin sín þeir eru allavega að slá met í fjölda kaffihúsa. Miðað við jaaa miðað við allt býst ég við. En það er svosem allt í lagi, ég naut þess. Maltið er komið í nýjar flöskur og það er hægt að fá svart Sinalco. Það sem maður tekur líka eftir þegar að maður er búinn að vera frá í smá tíma það er ... ný mislæg gatnamót í hvert einasta skipti og nýtt hverfi út í móa ( áður útí rassgati ). Ég gerði það viljandi núna að fara ekki á ákveðna staði til að sjá breytingar og ég gerði það líka viljandi að ferðast sem mest með Strætó, sem er hin mesta skemmtun. Sjálfstæðismaðurinn Glúmur er kjáni og hann þarna sjónvarpsmaðurinn feiti er orðinn eitthvað klikk. Ómar er farinn að eldast loksins og Vísir er versta dagblað Íslandssögunar. Það eru unglingar út um allt með ferðatölvur og það kostar 4000 kr að kaupa kjúklingaveislu fyrir 6 á KFC. Fólk er búið að gleyma náttúruspjöllunum fyrir austan og það er verið að tala um að Davið verði forseti á næsta ári. Þetta verður að duga í bili ... meira seinna. Eitt að lokum, ég vill fá að þakka vini mínum fyrir það að segja mér að ég eigi að hætta að vera svona neikvæður, Hafsteinn þú bjargaðir Íslandsferð minni.
Það styttist í dagbókarbrot frá Íslandi ... spennandi. Hérna er smá til að koma ykkur í gírinn, ...það var alveg merkilegt þennan dag og svo byrjaði að rigna og bæta í vind ekki vissi ég betur en ..., vááááá hvað gerist næst !!

þriðjudagur, september 02, 2003

mánudagur, september 01, 2003

Það er að gerast á komandi sunnudegi að við fjölskyldan förum til Íslands, það er í fyrsta sinn sem Björn sér þá eyjuna stóru í norðri. Ég get ekki beðið eftir að fara niður í Terra Nova til að ná í myndirnar mínar aftur. Því þegar ég er búinn að því þá get ég sagt að það sé formlega búið þetta "sinnum8" og jú ég verð að viðurkenna að það gleður mig ... mikið. Ég veit núna hvað ég vill, nú vantar bara fjármagn til og þar sem ég er svo lítill kapítalisti þá á sá áfangi eftir að verða langur og strangur. Hvernig fer maður til fólks og segir :mitt starf er þannig að ég "bý til" spurningar og "skapa" form svo að bæði þú og allt fólkið í kringum þig getið aukið / víkkað sjóndeildarhring ykkar. Vald mitt er ógurlegt ég get bæði skapað og eytt ... áttu pening ?
Það vantar eitthvað er það ekki. Einu sinni var ég svona sölumaður í svona búð og þótti með eindæmum góður sölumaður, en þegar ég á að fara að selja sjálfan mig hvað gerist þá ... hmmm. Það er ekki það að ég trúi ekki á það sem ég er að gera ... alls ekki. Það "litla" sem ég er að framleiða er svo gegnum hugsað að fjórðungur væri nóg ! Vinur minn var að fara í eitthvað nám sem á að kenna manni að stjórna eins og einræðisherra. Þegar ég fer til Íslands þá ætla ég sko að fara og tala við hann og koma svo aftur heim svo stútfullur af EGÓ-I að fólk á eftir að falla á kné ... heill SESAR heill