þriðjudagur, apríl 27, 2004

Ó blessuð sért þú sumarsól. Konan sem stendur mér næst segir að maður eigi aldrei að tala illa til sólar, því það er hún sem gefur líf. Sammála. Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með því sem er að gerast hérna í útlandinu uppá síðkastið, aftur á móti hef ég lesið allt það sem hefur verið skrifað um fjölmiðlafárið á Íslandinu. Það er að segja nýja frumvarp Davíðs. Hann er kóngur og eftir að hafa lesið það sem Þráinn Bertelsson skrifar á baksíðu Fréttablaðsins þann 26.apríl síðastliðinn er ég miklu nær sannleikanum. Ef ég gæti skrifað svona snilld sem er svo laus við ... þetta er ótrúlegt ég er orðlaus ég get hreinlega ekki fundið það orð sem gæti best lýst ánægjunni, sem byrjar í hnakkanum, rennur hægt eftir bakinu út í handleggi og endar í maga. Þið þekkið það, þetta er svona "mér líður vel og ég er þér svo sammála elsku ljúfurinn" tilfinning. Ég get ekki haft þetta lengra í þetta sinn ég er svo hræður á þessari stundu. Eitt í lokinn, það er allt í lagi að taka afstöðu, það gera allir. En að standa með henni og verja. Það er það sem sker úr um hver þú í raun ert. Ég man einmitt að einu sinni átti ég feitan tússpenna sem ég notaði á klósettvegg á Hressó og ég skrifaði " fólk talar svo mikið en segir svo fátt" þetta var skrifað fyrir 14 árum og ég er en á sömu skoðun.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ég er reyndar með smá fréttir hérna líka ... ég sótti um skólann, var númer 355 og það er einn og hálfur dagur þangað til að þeir hætta að taka á móti ... þannig að það verða eitthvað í kringum 500 umsóknir. Það komast 12 inn.
Það er langt síðan ... sagði mér einhver. Já það er langt síðan. Ég er búinn að vera í svo góðu jafnvægi upp á síðkastið að ég ekki haft það í mér að skrifa illa um neinn eða neitt. Nei þið skuluð ekki fara að trúa því upp á mig að ég fari að skrifa eitthvað jákvætt og uppbyggjandi. Þar hefur maður glanstímaritin, helgarblöðin, skrýtnu þættina í sjónvarpinu þar sem allir eru í tómri hamingju, útvarpsmennina sem hafa aldrei tekið þátt í "raunveruleikanum", tónlistarmennina sem trúa því að fólk verði ástfangið á því að hlusta á topplagið þeirra, forsetarnir sem berjast fyrir hinum siðmenntaða vestræna heim. Nei góða fólk þarna úti ... hvernig á ég að keppa við svona "sannleika,raunsæu,hnitmiðni,texta,réttvísi og síðast en ekki síst víðsýni". AAAAAhhhhhh þetta var gott, ég er ekki búinn að skrifa í allan þennan tíma og ég er strax farinn að stökkva af hæðsta brettinu ... en sem fyrr þá er ekkert vatn í lauginni. En ég kem aftur og aftur með eitthvað sem þið getið verið að tyggja á með þið hringsólið í ykkar fullkomna samfélagi. Ég gef skít í glanstímarit, lélega útvarpsmenn og konur, fjöldaframleidda sjónvarpsþætti, tónlistarmenn sem halda að þeir séu að bjarga einhverju ( já þetta á líka við um bono úr u2 ) og forsetum ... já bara forsetum yfir höfuð. Það held ég að sé það "starf" sem fokkar egóinu gjörsamlega ... kjörinn af fólkinu ... fyrir fólkið. Ef þú lesandi góður hefur ekkert skilið í þessari klausu, gerðu mér og þér þann greiða að fara út núna, kaupa séð og heyrt ... og skoðaðu myndirnar.