föstudagur, maí 28, 2010

það var í fyrsta skipti síðan að Úlfur var, ja hvað var hann gamall? það er mjög langt síðan, að ég lá við hliðiná honum og hann féll rólega í svefn. Í fyrsta skipti í laaangan tíma að við lágum og spjölluðum um hvað gerist í dag og hvað við ætlum að gera á morgun. Þarna lá hann bara í algjörri ró, glotti síðan aðeins og fór að sofa. Björn Rafnar aftur á móti náði ekki einu sinni að falla í ró, hann féll bara beint í svefn. Sjálfur er ég bara að telja dagana þangað til að frúin kemur aftur frá Nuuk. Með öðrum orðum þá er ég ekki að koma miklu í verk þessa dagana og það hefur ýmsar skýringar sem að ég nenni ekki að tjá mig um hér og nú. Annars allt í góðu og sumar komið með næstum því fullum styrk, á morgun eru það sveitastjórnarkosningar þannig að ég reyni að halda mér vakandi eitthvað frameftir kvöldi. Jæja er þetta ekki bara gott í bili, ég les Böðvar og hef mikið gaman af. Áfram vinstri grænir og x-æ má alveg fara með sigur af hólmi þetta sinn, svona rétt til að hreinsa út illgresið.

laugardagur, maí 01, 2010