föstudagur, júní 30, 2006

Já þá er það málið ... hvern get ég drullað yfir núna.
Ég get komið með sögu af manni sem reyndi allt en gat ekkert, eða reynt að koma með einhver lögmál sem maður notar til að útskýra líðan ... en nei.
Ástand manns er eitt í dag og annað á morgun, þið þekkið það, "nei og svo mmmm já einmitt já".
Raunin er sú að maður hefur allt þetta val og ef það virkar ekki þá er bara að bíða og ... vúpsí virkar !!!
Maðurinn er nefnilega barasta dýr og hvað gerum við sem dýr bíða færis og réttlæta atferli sitt með því náttúrulega umhverfi sem þau búa í /við. Ég er dýr og hvað getur þú gert við því ... jú hunsað það, eða tekið þátt í þeirri umræði sem snýst um ekkert og tekið til máls.
Takk Sigurður ...

föstudagur, júní 09, 2006

þetta var ég að lesa á mbl.is

Byssumenn myrtu lögregluforingja og börn hans í suðurhluta Rússlands

Byssumenn skutu hátt settan lögregluforingja, þrjú ung börn hans, bílstjóra og lífvörð í nágrannahéraði Tsjétsníu í Rússlandi í dag. Ráðist var á Musa Nalgijév, yfirmaður OMON óeirðarlögreglunnar í Ingusjétíu, er hann var á leið til vinnu um klukkan níu í morgun að staðartíma (kl. fimm að íslenskum).

.... af hverju íslenskur staðartími ?

fimmtudagur, júní 08, 2006

það var verið að tala um þessa dagsetningu 060606 og þá sagði einhver "hvað er að ykkur vitið þið ekki að Bubbi á afmæli í dag". Ég gat ekkert annað sagt en "já og er hann ekki verkfæri djöfulsins".