mánudagur, nóvember 28, 2005


Vid fedgar med Kara a kaffihusi.  Posted by Picasa

föstudagur, nóvember 25, 2005

Jæja þá er það um allt á netinu að Georg Best-a fyllibytta er látinn. Grætur boltaheimur ... mér gæti ekki verið meira sama. Ég vill minna ykkur á að það dóu 50 í Írak í gær og það lítur allt út fyrir það að minnst 35.000 manns deyja úr hungri og kulda í Pakistan á næstu mánuðum. Já það er skrýtið hvernig þessi heimur er settur saman. Ef einhver er að móðgast yfir því að ég skuli vera að kalla hann Georg heitinn fyllibyttu, þá biðst ég velvirðingar, en um leið bendi á að hver sá sem tekur svona nærri sér er bara lítið kjánaprik.

Rauðikrossinn

mánudagur, nóvember 21, 2005


flugvel ... otrulegt alveg otrulegt. Posted by Picasa
Maður á ekki að borða súkkulaðiköku eftir klukkan 17, þó svo hún sé með matskeið af hveiti í. Maður á ekki að drekka bara kaffi yfir daginn, þó svo það sé vökvi. Maður á ekki að eyða óþarfa tíma á netinu, þó svo maður GÆTI lært eitthvað af því. Það er margt sem að maður á ekki að gera en djöfull væri nú leiðinlegt að vera til ef maður færi eftir því. Ég er annars að reyna að setja saman setningar á grænlensku, eins og þessi :"Grænland kalaallisut ateqarpoq Kalaallit Nunaat" og "Atuartut maanna aasami atuanngiffeqarput". Já það er bara gaman að læra grænlensku. Það er annars kominn vetur hérna úti og á morgun ætla ég að fara út og taka myndir til að sanna mál mitt og sýna á veraldarvefnum.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Breytingar liggja í loftinu og aldrei þessu vant er tvíburinn þeim mótfallinn. Tíminn vinnur með þér, svo þér er óhætt að hugsa eins mikið og þú þarft til þess að þér líði betur með þróunina.


ég er reynar ekki alveg að kaupa spáina í dag ...
Jæja aðrar aðstæður aðrir tónleikar. Antony and the Johnsons, hann er trylltur drengurinn eða stúlkan eða ég veit ekki hvað. Nema hvað, var að druslast heim til mín kl 5 í morgun. Það mætti halda að maður væri enn á Íslandi, eða eitthvað svoleiðis. Núna á ég að vera í skólanum, er reyndar að fara. En í staðinn er ég að blogga eins og einhver hálfvitim ÚÚÚÚÚ ... jájá. Bless

laugardagur, nóvember 12, 2005

Fór á þessa fínu tónleika í gær með Hjaltanum og hittum við Siggalinginn rétt áður til að renna einum niður. Apparat Organ Quartet, spilaði og spilaði af mikilli innlifun. Og það var alveg að virka á mannskapinn. Rúnar heyrði reyndar í tveimur drengjum sem sátu við hliðiná honum eftir tónleikana, þar sem annar segir "jaaaaaáááá ég var sko á sálinni hérna síðustu helgi ... tíu sinnum betra en þetta !". Fólk er fífl !! Fólk sem hlustar á sálina er fífl, fólk sem borgar 300 krónur danskar til að horfa á sálina eru enn verra og það fólk sem var að ferðast á milli landa til að berja þá augum ... ég veit það ekki. Ég hreinlega veit það ekki.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005


bobo  Posted by Picasa
þá er alvaran tekin við og ég hef ekki verið jafnmikið á netinu og nú. Ætti að sitja núna sveittur og lesa mig blindan - nei best að gera eitthvað allt annað ! Hvað um það, þá hitti ég kennarann minn að máli og hann ætlar að afhenda mér ritgerðina í næstu viku, við fórum aðeins yfir þetta og hvað haldiði að hann hafi skrifað inní ritgerðina mína "fint" hér og þar og "super fint" þar á milli !!! Djöfull er maður að taka þetta á hælinn maður. Áður sagði ég fall er faraheill, en nei nei. Menntun er máttur og hananú !

mánudagur, nóvember 07, 2005


vid solheimajokul Posted by Picasa

og seljalandsfoss Posted by Picasa

og vetur Posted by Picasa

reykjavik Posted by Picasa

sund Posted by Picasa
Þá er maður kominn frá Íslandi og var gaman ... JÁ það var bara gaman. Kannski var sunnudagurinn erfiðastur, en það var líka ástæða fyrir því. Annars bara ótrúlega gaman og takk til allra sem voru þarna að skemmta mér og sér með mér og sér með sér og já þið skiljið. Ég verð líka að segja afsakið við alla þá sem ég heimsótti ekki, en var samt búinn að lofa. Tíminn flýgur hratt á ger... já. Hvað um það þá var þetta gaman og fullt af góðu fólki og ég er alveg til í að flytja heim þegar að því kemur. Þetta með hátt verð og svoleiðis ... pyt med det ! Takk fyrir mig !!!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

er að fara til Íslands í dag. Bara svo að þið vitið það ...