laugardagur, ágúst 27, 2005


... jamm  Posted by Picasa
Þó svo að ég sé að spá endalokum sumars, þá er í dag sumarhátið Eyrarsundskollegísins. Og af því tilefni málaði Elín Björninn eins og sjóræningja. En þar sem hann er eins og hann er þá vildi hann ekki meiri málningu þegar að skegginu kom og árangurinn já ... hann er sem hér sést. Ég skil hann reyndar mjög vel ... ég með allt mitt skegg.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005


... sol og sumar ... neibs ekki meir Posted by Picasa
Mikið er maður nú skrítinn. Við erum búin að vera með gesti í allt sumar og þá er ég að tala um allt sumar. Síðustu gestirnir fóru síðasta mánudag og eru það reyndar ekki síðustu gestir ársins. Fyrir vikið leið þetta sumar ... nei það er kannski betra að segja að þetta sumar hafi lekið í gegn án viðkomu. Mér finnst það og ég veit að það er erfitt að skilja þessa líkingu en svoleiðis var það. Mér fannst frábært að fá allt það fólk sem kom til okkar í sumar og vill þakka þeim fyrir alla samveruna. En nú fer að koma haust og ég er þegar búinn að ganga í gegnum eitt þunglyndið. Smá stress með þennan skóla og svoleiðis. Helvíti á ég eftir að vera tjúnaður í vetur ... en hei "på den fede måde".

föstudagur, ágúst 19, 2005

Ég er að sjóða kjúkling ... er að spá í að stinga mér með í baðið.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

tuluttoorsinnaavit ?, sem þýðir geturðu ekki talað ensku ? Já það er þetta sem ég er að fara að læra á næstu árum, grænlensku. Svo eitt hérna gott í lokin ... kaffiliorniarluni igaffimmukarpoq = hann fór fram í eldhús að laga kaffi. Já þetta á eftir að verða eftirminnilegur vetur !!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Þetta er alveg glatað, það er ekkert í sjónvarpinu og ég var búinn að tjúna mig uppí súkkulaðipoppogkók stemmingu. Auðvitað er ég búinn að éta óþarflega mikið súkkulaði og popp. Er satt að segja að drepast í maganum ... og hvað er þá hægt að gera ?

föstudagur, ágúst 12, 2005

Jamm og jæja, þá er síðasta lotan að hefjast. Svo fer skólinn að byrja. Fékk einmitt bréf frá Tækniskólanum í dag segjandi mér það að ég væri hættur ... eins og það þyrfti ! Erum á leið til Svíþjóðar á eftir í smá leiðangur. Alltaf gaman að vera svona pioneer í öðru landi, held ég. Tónleikar í kvöld, GayPride á morgun og hestamarkaður á sunnudag ... já það er aldeilis félagslífið þessa dagana.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Já þá er maður búinn að fá svar frá háskólanum og ég er á leið í eskimologi. Þá er ég líka búinn að tryggja það að vera hérna í allavega 3 og hálft ár í viðbót. Ég er reyndar ekki alveg jafn hress með það, við sjáum hvað gerist. Núna ætti ég að vera kominn í bólið, það er eins og ég sé að bíða eftir einhverju. Ég hef allavega Paul Auster hjá mér og það er alltaf eitthvað !!
"En stemme som taler, en kvindestemme som taler, en stemme som fortæller historier om liv og død, besidder magten til at skabe liv"