miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Sit hérna og er að hlusta á ungan Svía öskra ... er eitthvað betra í þessum heimi. Annars er ég á leið í feðraorlof og ég lofa að vera með kræsingar á hverjum degi á þessari síðu, verst að ég kann ekkert að setja myndir inná þetta svokallaða blogg. Þetta verður ekkert nema Sódóma í tvo mánuði ... jibbbbbíííí og svo ætla ég að horfa á Veggfóður til að vega á móti ... föttuð´ið þennan. Það er greinilega langt síðan ég hef skrifað, bæði gengur það hægt og illa. En þá er bara að herða sig, borða meiri ost og klára úr kaffibollanum.
Er ekki hægt að búa til svona áfanga/meðferðar-heimili fyrir fólk sem leiðist þegar það er eitt heima ... hægt að safna þeim saman og sjá svo hvað gerist ... þetta er reyndar frábær hugmynd svo ég segji nú sjálfur frá. Hægt að vera með svona þema kvöld ... á miðvikudagskvöldum á að fara í joggingbuxur og grænan bol sem á stendur "banana republic no.1" þvert yfir Íslandið. Svo á að sitja og bara safna skítafýlu ... og sá vinnur sem er kominn með tippasvitalygt í hárið ... andsk. hvernig er þetta, ég er alltaf að henda út einhverju drasli á wm spilaranum og hvað gerist, þau vilja ekki fara, koma bara aftur og aftur. Jæja, nema hvað þá er ég alveg að sjá þetta fyrir mér ... og ég er viss um að ef ég fæ Magnús Scheving til að markaðssetja þetta þá er ég á grænni grein.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Hvað gerir maður þegar að maður er einn heima á miðvikudagskvöldi ... og er alveg að drepast úr leiðindum. Eitt ... hmmm, ég er í sjónvarpsbanni, tvö ... ég verð að fara að vinna á morgun þannig að bodegaferð er ekki í myndinni, þar sem ég kann ekki að hætta, þrjú ... byrja að skipuleggja eitthvað, fjögur ... hugsa um það sem ég þarf að fara að byrja að skipuleggja, fimm ... dimmalimm. Ég er engu nær.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Truflað ... ég var í leikhúsi í gærkvöldi að sjá verk eftir mann sem heitir svo mikið sem Georg Buchner í leikstjórn Robert Wilson með tónlist eftir Tom Waits ... þetta var sssvvvvvooooonnnnna gott að sjá þetta verk, já sem heitir WOYZECK. Ég hvet alla til að fara að sjá þetta, ef þeir eru svo lánsamir að þetta verður sýnt í þeirra nánasta umhverfi. Eitt er reyndar slæmt við að sjá svona magnað verk og það er að þegar að maður fer aftur í leikhús þá býst maður við ... þegar maður fer næst ... hehehe það verður kannski eftir tvö ár. Hvað um það þá var gaman, en ég get ekki mælt með að fólk fari í leikhús eitt síns liðs. Það gerði ég og hafði engan til að segja frá þessari frábæru upplifun. Siggi var ekki einu sinni heima. Eins og þeir segja í bíómyndunum "that sucks". Núna er ég reyndar búinn að ákveða að fara á allavega tvær sýningar í viðbót. Nei ég ætla ekki að sjá það sama þrisvar ! Ég er kannski gleyminn en ég er enginn hálfviti. Var að komast yfir tónlist frá einu bandi sem heitir svo mikið sem RENTOKILLERfrá Svíþjóð. Mæli með því á myrkum vetrardögum www.rentokiller.com. Þeir hafa lagt fullt af tónlist á netið og það er bara að ná í, sperra eyrun og setja sig í annað hvort gítarstellingar eða trommustellingar. Persónulega fer ég í trommustellingarnar og mæma með alveg eins og vitlaus maður. Kemur blóðinu af stað og ég efa það ekki að læknar með sérfræðiþekkingu mæla með svona eins og einu góðu lúfttrommusólói á dag. riggariggarigga tigga tissshhhh.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Það er algjört eitur að vera einn heima ... ég er búinn að sitja 92% af deginum. Það getur ekki verið gott fyrir meltingarveginn. Í gær ætlaði ég að sigra heiminn, í dag er ég að reyna að komast nær morgundeginum og á morgun veit ég ekkert hvað ég ætla að gera af mér. Maður verður virkilega "aumur" þegar það er búið að raska "norminu". Eins og tildæmis "þetta" að skrifa innpökkuð orð í gæsalappir til að gefa ykkur færi á að koma með ykkar útskýringar á hlutunum ... "skiljiði". Jamm ég er reyndar búinn að gefa mér það að ég ætla að vakna snemma á morgun. Það verður sjónvarpsbann í viku hjá mér (fyrir utan fréttir), ég ætla að sprikkla í þessari viku og ... hvað var það meira JÁ ég er að fara í leikhús á morgun alveg aleinn og hlakka til, það get ég sagt ykkur. Ekki er verra að ég verð í fríi á morgun ... ég er að hugsa um að fara og taka myndir af litlu hafmeyjuni ... og síðan ætla ég að borða á d'anglateééérrre ... og rétt áður en ég fer í leikhúsið þá næ ég svona rétt að stökkva inní nokkur gallerý. EÐA ég ætla að fara í Amager senterið, kaupa mér pylsu með fitubragði og sósu sem er á bragðið eins og ég veit ekki hvað. Síðan fer ég í eitt af þessum "góðu" kaffihúsum á Holmbladsgötu og dekra við mig með mjólkurkaffi sem er reyndar á bragðið eins og ég veit ekki hvað, síðan fer ég heim, væbblast þar um í allt of langan tíma við að gera ekkert, rétt næ í strætó og sofna í leikhúsinu. Hvernig sem þetta fer ... þá þarf enginn að komast að hinu sanna !!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Sit hérna og er að hlusta á BOB HUND sem er ALGJÖR SNILLD frá Skáni. Get alveg hlustað og hlustað án þess að þreytast. Var að koma frá nágrönnunum sem voru að halda upp á afmæli eins íbúans. Var að drekka kaffi með Louise síðasta sunnudag og hún var að segja mér frá því nýjasta í hennar lífi og það er að hún er að fara að taka myndir af sjálfri sér í hænsnahóp og svo ætlar hún að hálshöggva nokkur hænsn og stinga volgum hænsnhausum uppí sig og taka fleiri myndir. Ég veit ekki hvert hún er að fara, hún veit ekki hvert hún er að fara. En það sem ég finnst merkilegast við þetta er það að hún framkvæmir þetta ... ótrúlegt. Ég sagði henni frá því sem ég vill fara að takast á við ... eeehh það er ekki eins mikilfenglegt. Satt að segja þá hljómaði það eins og vont disneylag spilað of hægt þegar ég sagði frá, þannig að ég fór að tala hraðar og hraðar svo hratt, svo hratt að það slitnaði ekki á milli orðanna og hún skildi ekkert það sem ég var að segja. Hausinn á mér skalf af "hraða", röddin gaf sig og ég fékk tár í augun. Fann það að ég er ekkert sérstaklega góður í að skýra hugsanir mínar og langanir. Ég veit hvað ég vill og ef ég get framkvæmt þetta án hjálpar þá sér fólk vonandi hvert ég var að fara. Hvað um það þá er bara allt í gír hérna megin á hnettinum. Írakar eru duglegir í að láta vita að þeir vilja ekkert með usa að gera, ég er að sjá það betur hvernig þetta gekk fyrir sig þegar Bretar komu til landsins. Eru Íslendingar bleyður ?