fimmtudagur, júlí 31, 2003

Nýr dagur nýjar áherslur. Það er ekkert að kólna í Köben og ég er ekki að lifa það af. Ekki nóg með það þá er stefnt á að grilla á laugardag. Ég er ekkert að flýja það að ég frá Íslandi, ég bara þoli ekki svona hita. Fólk er orðið svona blábrúnt eitthvað ... þetta er ekki alveg rétt.
Annars er ég bara í góðu stuði, var að tala við mann sem ætlar að redda mér plexígleri yfir nokkrar myndir. Hann á víst að þekkja einn Íslending, sem heitir eitthvað ..ð.. I..o...son já það er ekki auðvelt að skilja svona dani. En hann er ljósalistmaður ( sá sem vinnur með ljós ) Daninn hafði komið til Íslands, sagði að landið væri alveg fínt en var ekki alveg að skilja að fólk væri þar líka.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Er alveg að komast í stuð með að spúa út úr mér öllu því sem mér finnst miður fara í heiminum. Allavega "það" sem er að fara í taugarnar á mér, það er reyndar stundum þannig að ég get ekki skilið af hverju "það" er ekki að fara í taugarnar á öðru fólki. Eins og tildæmis hvernig stórfyrirtækin eru að éta sig inn í vitund fólks ... og hvað gerir fólk við því ... aha er "meðvitað" og lætur ekki "nota sig". Fólk er löngu hætt að fatta það að fólkið sjálft er orðið að vöru. Hvað myndi gerast ef allir myndu hætta að kaupa ameríska hamborgara ( nefni þá ekki með nafni ), eða allir færu að styðja beint framleiðslu frá Afríku eða myndu gefa sér tíma til að kynna sér menningarflóru miðausturlanda. Það er ekki auðvelt að opna augun og sjá þennan viðbjóð sem maður lætur bjóða sér daglega með fáránlegum fréttaflutningi og heilaþvegnum auglýsingum ... en það er hægt. Ég ætla að vera í betra skapi á morgun ... do a deer a female deer
Er alveg að komast í stuð með að spúa út úr mér öllu því sem mér finnst miður fara í heiminum. Allavega "það" sem er að fara í taugarnar á mér, það er reyndar stundum þannig að ég get ekki skilið af hverju "það" er ekki að fara í taugarnar á öðru fólki. Eins og tildæmis hvernig stórfyrirtækin eru að éta sig inn í vitund fólks ... og hvað gerir fólk við því ... aha er "meðvitað" og lætur ekki "nota sig". Fólk er löngu hætt að fatta það að fólkið sjálft er orðið að vöru. Hvað myndi gerast ef allir myndu hætta að kaupa ameríska hamborgara ( nefni þá ekki með nafni ), eða allir færu að styðja beint framleiðslu frá Afríku eða myndu gefa sér tíma til að kynna sér menningarflóru miðausturlanda. Það er ekki auðvelt að opna augun og sjá þennan viðbjóð sem maður lætur bjóða sér daglega með fáránlegum fréttaflutningi og heilaþvegnum auglýsingum ... en það er hægt. Ég ætla að vera í betra skapi á morgun ... do a deer a female deer
Jamm þetta blogg er bara svona sniðugt ... það er bara að sýna það sem það vill sýna, en ekki endilega það sem ég er búinn að skrifa. Er einhver að ritskoða vitleysuna úr mér. Jæja þá endurtek ég bara það sem ég sagði í gær ... Georg tvöfallt v Runni er hálviti ... takk

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Það er þetta með að gefa og þyggja sem ég er eitthvað að föndra við þessa stundina. Ekki endilega jólunum að þakka eða kenna. Bara skemmtileg tímasetning. Ekki satt ? Var í morgun að fara yfir sumt með hinum tveimur úr myrkraherberginu. Þetta sumt er það dót sem á að vera eftir þegar að við yfirgefum staðinn. Núna er það nefnilega komið í ljós að það á sennilega að fjarlægja það fyrir fullt og allt. Það segir okkur að allt það sem við skiljum eftir okkur verði hent á haugana. Ekki er það nú gott segji ég sem get verið alveg hreint ágætur í að safna að mér allskonar dóti/drasli sem ég virkilega trúi að ég komi til með að nota í framtíðinni. Til dæmis tók það mig fimm eða sex ár að henda dós sem ég átti (sem áður var brúkuð undir 500 gr af kaffi, Merrild), undir minni vörslu geymdi þessi dós ekkert annað en teyjur ... þúsundir og aftur þúsundir af teyjum. Ég man ekkert hvar ég fékk þær og ég man aldrei eftir því að ég hafi nokkurntíma sett teyju ofan í þessa áðurfyrr kaffidós, en alltaf tók ég þessa dós með mér í öllum mínum flutningum. Svei mér þá ef þessi dós sé ekki frá því að ég bjó í Ásgarði, þar var ég frá 7 til 12 ára aldurs að mig minnir. Sem þýðir það að það tók mig ekki fimm til sex ár að losna við hana heldur ... 24 !!
Það versta við þetta allt saman er að þegar ég fer að hugsa betur um þessa dós þá man ég allt í einu eftir því ... hún er uppí Grafarvogi, í bílskúrnum hjá Kára bróðir ásamt gömlum verkefnum úr Réttó.
Jæja þá er allt að gerast. Myndir á leið til Gautaborgar svo úr verði plakat. Myndir komnar annað svo úr verði póstkort. Ólafur þarf ekki að fara að vinna fyrr en á mánudag, þannig að ég hef nógan tíma til að gera allt sem gera þarf plús það þá get ég líka gert ekkert í smá tíma ... Erum á leið út til að fara að henda okkur í sjóinn. Það á víst að vera gaman ... já ég var víst að spila fótbolta í gær, ég vona að mér verði fyrirgefið.

mánudagur, júlí 28, 2003

jæja þá eru tveir dagar þangað til að ég fer að vinna aftur ... að koma reglu á líf sitt. helgin átti að fara í það að klára myndirnar fyrir sýninguna í haust en það var ekki alveg að gefa sig. er reyndar búinn að stækka þær og "líma" upp. en snillingurinn sem seldi mér glerið sem fer yfir annað verkið var ekki alveg að vinna vinnuna sína rétt. þannig að ég þarf núna að bora göt á réttum stað. en hvað um það hérna eru allir á leiðinni út til að fara að skrá sig á nýja heimilidfangið.

sunnudagur, júlí 27, 2003

bið ykkur velkomin ... þetta á eftir að breyta öllu í mínu lífi. eða var það eitthvað annað sem var að gerast sem á eftir að gera það ... ég á reyndar eftir að læra aðeins betur á þetta. á maður að skrifa á morgnana þegar að maður er nývaknaður með hausinn kaldan eða á kvöldin þegar að maður hefur ekki tíma eeeeððaaa. ég vona að ég geti fundið út úr þessu.
Hvernig er það, þegar að maður skrifar svona blogg. Er maður að skrifa fyrir sjálfan sig eða fyrir fólk sem þekkir mann mikið, þannig að maður þarf ekki að útskýra allt það sem er að gerast með smáu letri eða fyrir fólk sem maður þekkir ekkert ... já ég er reyndar búinn að svara þessari spurningu sjálfur ... ég þakka mér fyrir gott svar.
Eitt en hérna fyrst að maður er að skrifa ... Margrét Danadrotting og aumingja prinsinn hennar eru ekkert dönsk ... ótrúlegt. Hún er bara helvítis innflytjandi alveg eins og ég ... nei bara smá svona til að vera á móti. jæja kakan bíður
Þá er það komið, maður er svosem bara að reyna að gera grín. Á reyndar að vera að setja krem á köku núna.