laugardagur, desember 24, 2005

Jólin að koma maður, þetta er ótrúlegt. Ég enn veikur en samt kominn í alveg ágætis jólastemningu. Tókum smá hring áðan. Kaffi hjá Bjarka, Hildi og sonum þeirra. Þá getur maður ekki annað en komist í gott skap. Það rignir hérna úti sem má vera orðið hið eðlilega jólaveður. Svo er bara að fara að leggja öndina í ofninn, laga súpu og slappa svo af í smá tíma ... fyrir næstu lotu.
Gleðileg jól allir þarna úti.

fimmtudagur, desember 22, 2005

...jólagleðin varð að víkja fyrir veikindum. Sit hérna með húfu á hausnum í úlpu og það er sko ekkert gaman ó nei. Annars er allt komið. Bara eftir að versla smá mat og jólatré(og ljós fyrir það). Er ekki að nenna að byrja að lesa. Tók mig heldur ekki langan tíma að skella skuldinni á veikindi mín og það er enn að virka !

miðvikudagur, desember 21, 2005

Hausinn á mér er samanstaður fyrir hor og ég er kominn með hita. Ég er ekki alveg að nenna að vera veikur núna. Sonurinn kom hlaupandi inn í svefnherbergi í morgun baðaði út höndum og sagði eitthvað rooossa roooosa sto blooossssst. Ég var ekki alveg að skilja til að byrja með, en það kom útskýring seinna þegar ég fór fram og Ingibjörg stóð inná klósetti og var að hafa sig til. Drengurinn var að segja að mamma sín væri með rosa rosa stór brjóst. Hann er dálítið upptekinn af brjóstagjöfum uppá síðkastið, blessaður. Svona er það nú ... dálítið krípí þegar maður kemur að honum með ísbjarnarbangsann, gefandi honum mjólk að drekka.

mánudagur, desember 19, 2005


thetta er tha netkortid i ar ... og gledileg jol ! Posted by Picasa
Jæja þá er kominn mánudagur eftir erfiða helgi. Ég hef barasta ekki verið svona fullur í langan tíma. Við erum að tala um frá 13 á föstudegi til 03:30 og svo aftur á laugardaginn frá 23 til 06. Það er nú meira. Og núna er ég veikur ... skrítið ?! Verð samt að drífa mig í að pakka öllum þessum jólagjöfum því á morgun verður haldið til Svíþjóðar, til Tóta. Hann er einmitt á leið til Íslands og þá er það prímafínt að hann taki smá með sér. Annars er ég ekki að nenna að skrifa þessi jólakort. Hvað er það. Einu sinni á ári á maður að skrifa kveðjur vil vina og vandamanna og hvað gerist aftur og aftur og aftur. Maður fer að leita að listanum, sem er líklegast ekki lengur til en maður fer samt að leita svo fer maður á netið til að leita þar(og hvað er ég að gera núna). Að lokum kemur það besta ... það sendir enginn okkur jólakort hvort eð er. Af hverju ættum við þá að vera að senda. Ég er nokkuð viss að það eru margir sem hugsa svona. Nei nei nú dríf ég mig út og kaupi pappir og frímerki og allt það sem þarf til að föndra jólakort og svo sendi ég það. Það verður jú aldrei komið til Íslands fyrir jól en vonandi fyrir áramót.
PS. Bessa og Pálmar takk fyrir frábæra heimsókn !!

mánudagur, desember 12, 2005


... i kvold fekk Bjorn sukkuladibuding og vard eldhress a eftir. Posted by Picasa

rassinn a mer Posted by Picasa

ja og aparolu og ... Posted by Picasa

med jeppa og svoleidis Posted by Picasa

eg veit ekki ... einhversskonar herbarnaleikvollur Posted by Picasa

alltaf gaman i Sverige ... Posted by Picasa

fimmtudagur, desember 08, 2005

Þá gerðist það ... ég var tekinn bókstaflega í rassgatið í skólanum í dag. Ágætt að fá egóið rekið ofan í kok svona af og til ! Þar sem ég var að halda smá fyrirlestur fer kennarinn, miðaldra kona, að skaka sér í stólnum. Ekki það að henni þótti svo mikið til komið í ræðu minni síður en svo. Hún var alltaf að bíða eftir að ég kæmi mér að efninu. Sem ég gerði ekki. Henni til mikillar gremju. Samviskusamlega hafði ég lesið allar greinarnar margoft ... bara ekki þá er ég átti að halda fyrirlestur um ! Æi. Hún fer eitthvað að nefna einhvern póst sem hún hafði sent út og jájá ég fékk póst fyrir 2 vikum. Ég var bara ekki alveg að muna innihaldið. Þar til Laura nefndi að hún hefði líka fengið sambærilegan póst. Þá mundi ég allt saman ... bara dálítið seint. Reyndi eitthvað að redda mér þar sem ég hafði nú lesið textan, en allt kom fyrir ekki og áður en ég vissi þá stóð ég í skít uppað hnjám, rúmlega. Hvað má læra af þessu ... ef maður á að gera eitthvað, sama hvað það er þá er best að fá það á hreint hvað maður á að gera áður en maður byrjar á því. Standa svo fyrir framan bekkinn sinn eins og hálfviti ... næs Óli. VEL GERT.