mánudagur, júlí 30, 2007

Jæja þá er drengurinn orðinn tveggja vikna. Það er aldeilis hvað tíminn flýgur og Ísland í næstu viku. Við erum að nálgast það að drengurinn fái nafn, en því verður haldið leyndu þar til einhver kjaftar frá og nei við viljum ekki heyra fleiri tillögur, takk samt.
Allir annars í stuði. Já að skjóta sig í löppina er eitthvað sem ég er þekktur fyrir. Um daginn ákvað ég að kaupa dominós flatbökur en eins og margir vita vill ég ekki styðja þá verksmiðju. Nema hvað ég rölti mér út á Amagerbrogötu og versla "mat" fyrir fjölskylduna og viti menn þetta voru bara þær verstu flatbökur sem ég hef bragðað í langan tíma. Með fullri virðingu fyrir Jóni bakan. Þetta segir mér að maður á að fylgja tilfinningum sínum og þar með talið ákvörðunum og ekki bakka meter. Takk fyrir

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Stjörnuspá

TvíburarTvíburar: Þú lætur fólki líða vel og velkomið, sama með hverjum þú ert. Ímyndaðu þér að þetta sé æfing fyrir allt nýja fólkið sem er að koma inn í heiminn þinn... ja það er aldeilis

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Haldiði ekki bara að það hafi fæðst drengur í gær ca 23:30. Öllum heilsast vel og ég er á leiðinni til þeirra núna jibbí kóla hvað það er gaman í dag. Björn var svaka hrifinn en honum fannst það samt betri fréttir að skóginum væri aflýst í dag... já já svona er það bara. Sumir eru glaðir yfir DowJones og aðrir yfir því að fá mat á borðið. En hérna koma myndir!

föstudagur, júlí 13, 2007

fimmtudagur, júlí 12, 2007





Það sem ég er að hugsa um að gera næstu daga, eða þangað til að Ingibjörg fæðir barn okkar númer 2 er að setja eina mynd eða tvær á dag á netið. Það er að segja eina gamla mynd eða tvær sem ég er að skanna í augnablikinu. Það er svo déskoti fínt þegar að maður er að vinna við þetta skannerí, að á meðan að maður er að skrá og pappírast get ég skannað mínar eigin myndir, myndir sem ég hef ekki haft tíma til vinna í myrkraherberginu. Margar flugur slegnar þarna í rotið. Já það fyrsta sem ég ætla að bjóða uppá eru myndir frá ferðalagi okkar Ingibjargar til Berlínar.

sunnudagur, júlí 08, 2007

Hérna er bara það besta íslenska sumar veður... það versta er að ég bý í Danmörku!
Vindur og skýað, smá skúrir og kalt, það er bara kalt. Jæja sit hérna og hlusta á rás 2 og læt sem ég sit í Reykjavík á leið niðrí bæ. En í raun erum við að fara í hjólaferð niður á strönd. Meiri sól!!

þriðjudagur, júlí 03, 2007


Efnisorð:

mánudagur, júlí 02, 2007

Það verður bara lengra á milli þess sem ég skrifa. Hvað um það þá er ég búinn að fá einkun fyrir grænlensku þýðinguna mína, 8 og ritgerðin 8. Það er allt í lagi.
Sumarið er ekki að láta sjá sig hérna úti, núna er tildæmis skýjað og 16 stiga hiti. Kalt og grátt. Næst á döfinni er afmæli Björns Rafnars, þar á eftir kemur Ingibjörg og síðast en ekki síst er það fæðingin sjálf. Nóg að gera næstu daga. Fyrir utan það alltsaman þá vorum við að fá styrk hérna á "institútinu" sem þýðir að ég get unnið eins og ég vill. Ekki sérstaklega vel tæmað, en gott að vita að ég er með trygga vinnu næsta vetur.
Ísland 9.ágúst og þá verður örugglega komið sumar hérna, maður er svo helvíti klókur...